Rit hugvísindasviðs

Ritið – tímarit Hugvísindastofnunar er ritrýnt og kemur út þrisvar á ári. Hvert eintak er tileinkað ákveðnu þema og birtir fræðigreinar tengdar því. Ritið birtir einnig aðsendar greinar á öllum sviðum hugvísinda auk greina um bækur og einnig þýðingar á nýjum og klassískum lykilgreinum hugvísinda. Stefnan með útgáfu Ritsins er að gefa fólki kost á að lesa öflugt og vandað fræðirit sem er í fararbroddi menningar- og þjóðfélagsumræðu á Íslandi.
ritrod_gudfraedistofnunarRitröð Guðfræðistofnunar eða Studia Theologica Islandica kemur út tvisvar á ári og er birt í opnum vefaðgangi.
Ritröð Guðfræðistofnunar inniheldur fræðigreinar á sviði guðfræði og trúarbragðafræðiog einnig ritdóma. Höfundar efnis koma úr hópi kennara og fræðimanna innan Háskóla Íslands og utan en kennarar Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar sinna ritstjórn tímaritsins.
jon_baegisaJón á Bægisá – tímarit um þýðingar er gefið út einu sinni á ári og er vettvangur fyrir þýðendur og þýðingarfræðinga til að miðla hugðarefnum sínum til almennings. Tímaritið birtir greinar og ritdóma og er er eina tímaritið á Íslandi sem sérhæfir sig í þýðingum og umfjöllun um þær.

Þýðingasetur Háskóla Íslands sér um útgáfuna, í samvinnu við Ormstungu sem áður gaf tímaritið út. Til að gerast áskrifandi er hægt að hafa samband í síma 561 0055 eða books@ormstunga.is

 

milli_malaMilli mála – tímarit um erlend tungumál og menningu er gefið út af Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands og er birt í opnum vefaðgangi. Tímaritið kemur út einu sinni á ári og birtir ritrýndar fræðigreinar á sviði erlendra tungumála, bókmennta, þýðinga, málvísinda og menntunarfræði en einnig þýðingar, viðtöl, ritdómar eða bókakynningar. Greinar þess birtast einnig jafnóðum á timarit.is.
islensktmalÍslenskt mál og almenn málfræði er ársrit Íslenska málfræðifélagsins.
Í því eru birtar rannsóknagreinar og yfirlitsgreinar um öll svið íslenskrar og almennrar málfræði, auk umræðugreina og smágreina, ritdóma og ritfregna. Á timarit.is má finna eldri útgáfur ársritsins.

Fréttir af hugvísindasviði

RSS-veita Fréttir

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.