Um Hugrás

Vefritið Hugrás er gátt almennings inn í heim Hugvísindasviðs Háskóla Íslands og fræðimanna sviðsins út í samfélagið. Hugrás hóf göngu sína árið 2011 og er umræðuvettvangur sérfræðinga, kennara og nemenda um allt er varðar húmanísk fræði, menningu og samfélagsumræðu. Hugvísindasvið leggur áherslu á að eiga í samræðu við samfélagið utan háskólans og miðla þekkingu sem víðast.

Hugrás er lifandi fjölmiðill og umræðuvettvangur sem miðlar margvíslegu efni á aðgengilegan hátt og leggur áherslu á það sem er efst á baugi hverju sinni, auk þess að draga fram í umræðuna ýmsa áhugaverð viðfangsefni sem fræðafólk Hugvísindasviðs er að takast á við.

Nafnið Hugrás felur í sér tilvísun í íslenska menningarsögu, enda ber þekkt lærdómsrit frá 17. öld þetta heiti, þ.e. Hugrás eftir séra Guðmund Einarsson á Staðarstað, ritað 1627. Nafnið er þjált í munni og má líka skilja sem tilvísun í rafræna útgáfu, því að orðið rás er notað í því samhengi, auk þess sem það má skilja sem farveg fyrir hug(sanir) fólks á Hugvísindasviði.