Staðleysur, Femínismi og Menningarfræði /2002

Ritið 1/2002 Staðleysur

Staðleysur 1/2002

Í þessu hefti fjalla sjö fræðimenn á sviði heimspeki, bókmennta, sagnfræði og fornfræði um staðleysu frá ýmsum hliðum, en greinarnar eru unnar upp úr fyrirlestrum um staðleysuhugtakið sem haldnir voru á málþingi á vegum Hugvísindastofnunar 9. febrúar árið 2002. Einnig eru birtar þýðingar úr verkum þriggja þekktra heimspekinga sem hver með sínum hætti fjallar um staðleysukenningar. Heftið gefur í senn yfirlit yfir staðleysuhugmyndir og greinir þátt staðleysunnar í samtímaumræðu.

Ritstjórar eru Guðni Elísson og Jón Ólafsson.

Ritið 2/2002 Femínismi

Femínismi 2/2002
Greinarnar í þessu hefti sýna fjölbreytileikann innan femínískra fræða. Höfundarnir nálgast efnið úr ólíkum áttum og ólíkum fræðigreinum og draga fram þá grósku sem femínísk nálgun getur skapað. Í sumum greinanna er femínískri nálgun beitt á tiltekið viðfangsefni en í öðrum er femínisminn veginn og gagnrýndur. Sé einhver einn rauður þráður í skrifum greinahöfunda er það hugsanlega sú skoðun að femínisminn sé óhjákvæmilegur hluti kvennabaráttu; að femínisminn sé ekki dauður eða úreltur heldur nauðsynlegur sem aldrei fyrr til að greina og meta samfélagið og afturðir þess.

Ritstjórar eru Guðni Elísson og Jón Ólafsson.

Ritið 3/2002 Menningarfræði

Menningarfræði 3/2002
Í þverfagleik sínum er Ritið á margan hátt undir áhrifum frá hugmyndum menningarfræðinnar og því ekki úr vegi að kynna þessa merku fræðastefnu samtímans nánar fyrir íslenskum lesendum. Greinarnar eiga það sameiginlegt að menningarhugtakið er skoðað í gagnrýnu ljósi en höfundar eru Ástráður EysteinssonÞröstur Helgason,Ármann JakobssonBirna BjarnadóttirArnar ÁrnasonGauti Sigþórsson ogGunnlaugur A. Jónsson. Þá eru birtar þrjár þýðingar, auk minningarorða um þau Svein Skorra Höskuldsson og Rögnu GarðarsdótturEirún Sigurðardóttir er ljósmyndari heftisins.

Ritstjórar eru Guðni Elísson og Jón Ólafsson.