Mannfræðingar hafa löngum sagt að tungumálið og hin flóknu samskipti þess, séu það sem helst aðgreinir mannskepnuna frá öðrum dýrategundum. Þekking á tungumálinu flokkast undir almenna vitsmunagreind og er tungumálið eitt það fyrsta sem við reynum að læra á lífsleiðinni. En þar liggur einmitt flöskuhálsinn. General Artificial Intelligence eða almenn gervigreind er ennþá ekki sýnileg við sjóndeildarhringinn. Sumir segja að það sé rangt að ræða um gervigreind yfirhöfuð þar sem gervigreind hafi ekki enn neina raunverulega greind. Á meðan gervitauganet geta einungis lesið eina setningu í einu. Á meðan þau skilja ekki samhengi, menningu, jafnvel heimsmynd þess texta sem þau eru að vinna úr má reikna með að niðurstöður vélþýðinga verði ætíð takmarkaðar. Mannlegir þýðendur geta því andað léttar enn um sinn. Það er ekki búið að leysa vandamál almennrar gervigreindar og á meðan tölvur hafa ekki almenna skynsemi, er engin ástæða til að hafa of miklar áhyggjur af því að þær leysi hinn mannlega þýðanda endanlega af hólmi.[/cs_text]
Deila
