Í bók sinni tekur Rúnar fjölmarga grísk-rómverska samanburðartexta til umfjöllunar en áherslan er á að greina á hvern hátt þessir textar varpa ljósi á framsetningu guðspjallanna á persónu Jesú – það eru guðspjöllin sjálf sem eru meginfókus þessarar rannsóknar. Á meðan sviðin guðfræði og siðfræði eru oft samtvinnuð í þessum texum, að heimspekitextunum meðtöldum, einblínir Rúnar fyrst og fremst á siðfræðilega þætti þeirra í þessu sambandi, en ýmislegt bendir til þess að höfundar téðra guðspjalla hafi að einhverju leyti verið undir áhrifum frá klassískri dyggðasiðfræði. Meginniðurstöður þessarar rannsóknar eru að guðspjallahöfundarnir hafi tekið við arfsögnum um hinn sögulega Jesú sem messías og að þeir hafi leitast við að lýsa honum sem slíkum á eins sannan og sannfærandi hátt og þeir gátu, meðal annars með því að nýta sér heimspekilegar hefðir um hinn „ídeala“ vitra mann. Þessar hefðir áttu sér einkum rætur í stóuspeki.
[/cs_text]
Deila
