Ritstjórar: Eyja M. Brynjarsdóttir og Þröstur HelgasonÞema þriðja heftis ársins er vald og undir því birtast þrjár frumsamdar greinar. Þar ríður á vaðið Vilhelm Vilhelmsson með greinina „Skin og skuggar mannlífsins. Nokkur orð um andóf, vald og íslenska sagnritun“ og skoðar andófshugtakið eins og það kemur fram í sagnfræðirannsóknum. Í greininni „Tyrkjaránið og Guðríður Símonardóttir sem blæti“ fjallarDagný Kristjánsdóttur um hvernig Guðríði Símonardóttur, sem sneri aftur til Íslands eftir að hafa verið hneppt í ánauð í Tyrkjaráninu 1627, var lýst í munnmælum og þjóðsögum sem fagurri og hættulegri. Þá fjallar Nanna Hlín Halldórsdóttir um valdakenningu Michels Foucault í „Getur leikurinn verið jafn? Um jafnrétti út frá valdagreiningu Foucault“ og færir rök fyrir því að jafnrétti þurfi að skoða út frá hugmyndum um valdatengsl.
Í heftinu eru tvær þýðingar úr ensku sem falla báðar undir valdsþemað. Sú fyrri, „Kúgun: rasísk og önnur“ eftir bandaríska heimspekinginn Sally Haslanger, er greining á kúgun út frá misskiptingu valds. Seinni þýðingin er „Samkynhneigð og nauðgun karla í norrænum lögum og bókmenntum miðalda“ eftir norsku fræðikonuna Kari Ellen Gade.
Heftið hefur að geyma þrjár ritrýndar greinar utan þema. Í „Það er gífurleg áskorun að þurfa að vera jafnvígur á að skrifa fræðigreinar á tveimur tungumálum“ segja þær Birna Arnbjörnsdóttir og Hafdís Ingvarsdóttir frá rannsókn sinni á viðhorfum íslenskra fræðimanna til þess að skrifa og birta greinar á ensku. Grein Bergljótar Kristjánsdóttur, „Að segja frá ævintýrum“, hefur að geyma greiningu á sögu Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar, „Ungfrú Harrington og ég“, út frá hugarkenningu hugrænna fræða og sagan er þar túlkuð sem leynilögreglusaga. Þorsteinn Helgason rekur svo hvernig Tyrkjaránið þróaðist sem minning í hugum landsmanna í grein sinni „Tyrkjaránið sem minning“. Endahnútinn á þetta hefti Ritsins bindur Ármann Jakobsson í umræðugreininni „Judy Garland er löngu dauð“ með tilgátu um hvers vegna „hinseginhátíð“ sé í vanda.
Kaflar og útdrættir
Inngangur
Eyja Margrét Brynjarsdóttir og Þröstur Helgason: Vald og valdaleysi
Þema: Vald
Vilhelm Vilhelmsson: Skin og skuggar mannlífsins. Nokkur orð um andóf, vald og íslenska sagnritun
Útdráttur og lykilorð Abstract and keywords
Dagný Kristjánsdóttir: Tyrkjaránið og Guðríður Símonardóttir sem blæti
Útdráttur og lykilorð Abstract and keywords
Nanna Hlín Halldórsdóttir: Getur leikurinn verið jafn? Um jafnrétti út frá valdagreiningu Foucaults
Útdráttur og lykilorð Abstract and keywords
Greinar utan þema
Birna Arnbjörnsdóttir og Hafdís Ingvarsdóttir: „Það er gífurleg áskorun að þurfa að vera jafnvígur á að skrifa fræðigreinar á tveimur tungumálum“
Útdráttur og lykilorð Abstract and keywords
Bergljót Kristjánsdóttir: „að segja frá […] ævintýrum“. Um leynilögreglusöguna, lestur, hugarkenninguna og söguna „Ungfrú Harrington og ég“
Útdráttur og lykilorð Abstract and keywords
Þorsteinn Helgason: Tyrkjaránið sem minning
Útdráttur og lykilorð Abstract and keywords
Þýðingar
Sally Haslanger: Kúgun: rasísk og önnur
Kari Ellen Gade: Samkynhneigð og nauðgun karla í norrænum lögum og bókmenntum miðalda
Umræðugrein
Ármann Jakobsson: Judy Garland er löngu dauð. Tilgáta um hvers vegna „hinseginhátíðin“ sé í vanda
[fblike]
Deila