Samtalssenur og hefðbundnari danssenur eru fléttaðar saman í dansverki Berglindar Rafnsdóttur og Unnar Elísabetar Gunnarsdóttur sem Tjarnarbíó frumsýndi 28. október síðastliðinn.Þegar ég mætti ásamt systur minni í Tjarnarbíó hækkaði meðalaldurinn þar inni um nokkur ár þó að við höfum aðeins lifað rétt um hálfa öld. Kaffihúsið í anddyri leikhússins var fullt af fólki sem hafði komið sér notalega fyrir með glas í hendi eða stóð og spjallaði á með það beið eftir því að salurinn opnaði. Nokkrir stóðu í röðinni til að kaupa og eða sækja miða. Það var athyglisvert að sjá hvað margir ungir menn voru á svæðinu. Það að danslist veki fyrst og fremst áhuga kvenna er greinilega eitthvað að breytast.
Áhorfendur tengdu auðveldlega við vandræðaganginn á sviðinu og hrifust með.Dansararnir og höfundar verksins, þær Unnur Elísabet og Berglind , voru þegar búnar að koma sér fyrir á sviðinu þegar áhorfendur fundu sér sinn stað á áhorfendabekkjunum. Verkið hófst svo á rólegu nótunum með því að dansararnir byrjuðu að tjá sig með hljóðum og smáum hreyfingum við salinn. Dansverkið This Conversation is Missing a Point fjallar um samskipti á kómískan hátt. Dansararnir sitja eða standa á sviðinu og tala við áhorfendur, ósýnilegan viðmælanda eða hvor aðra á bull tungumáli en með líkamsbeitingu sem gefur mjög skýrt til kynna hvert umræðuefnið er hverju sinni. Hver hreyfing var nákvæm og látbragðið skýrt og eðlilegt. Samtölin sem fram fóru á sviðinu voru af ýmsum toga en meira grátbrosleg en ástríðuþrungin eða átakanleg. Áhorfendur tengdu auðveldlega við vandræðaganginn á sviðinu og hrifust með. Framsetningin byggði meðal annars á tækni trúðsins. Unnur og Berglind voru einlægar í tjáningu og líkaði vel þegar salurinn hló, sem hann gerði oft.[/x_text]
Endirinn á verkinu var nokkuð endasleppur. Það var bara allt í einu búið. Í sjálfu sér var það í lagi á frumsýningunni í ljósi þess að dansararnir/höfundarnir buðu fólki að koma og halda gleðinni áfram með þeim á bar í bænum. En er það alltaf partur af sýningunni?
Dansverkið This Conversation is Missing a Point er skondið og skemmtilegt verk sem vakti hlátur hjá áhorfendum. Grunnhugmynd verksins, að skoða kómískar hliðar samskipta, er bæði efnisrík og vel var úr henni unnið. Það hefði þó að meinalausu mátt stytta eða slípa verkið þannig að það hverfðist eingöngu um þá hugmynd eða þá gera sér enn meiri mat úr efninu og taka meiri áhættu því að af nógu er að taka í þeim efnum. Hárnákvæm líkamstjáning bar vott um styrk Berglindar og Unnar sem dansara og vel slípuð kóreógrafía, ekki síst í senunum þar sem samtölin voru í fyrirrúmi, sýndi vald þeirra yfir danssmíðinni. Í framsetningu efnisins glitti einnig í frásögn trúðsins, aðferð sem virðist fara þeim stöllum einkar vel og full ástæða væri fyrir þær að þróa sig áfram í.[/x_text]
Deila