Mannjöfnuður og minningar. Davíð Oddsson og Hannes Hafstein


[container]

 Hinn 20. nóvember síðastliðinn stóðum við Jón Karl Helgason, Ólafur Rastrick og Ragnheiður Kristjánsdóttir að viðburði í Hannesarholti sem nefndist Bræðralög – samræða um fagurfræði íslenskrar stjórnmálabaráttu. Ræddum við þar um það hvernig íslenskir stjórnmálamenn leita í menningarlífið og menningarsöguna til að styðja við stefnumál sín og ímynd. Jón Karl rakti helstu þræði í Ódáinsakri, nýlegu verki sínu um menningarlega þjóðardýrlinga á Íslandi og víðar. Ólafur einbeitti sér að Sigurði Nordal, Jónasi frá Hriflu og árunum milli stríða á síðustu öld, og studdist þar við þær rannsóknir sem finna má í Háborginni, nýlegri doktorsritgerð hans. Ragnheiður horfði til Einars Olgeirssonar og annarra sósíalista og kommúnista á fyrri hluta síðustu aldar. Hafði hún þá til hliðsjónar doktorsritgerð sína, Nýtt fólk.

Sjálfur vék ég talinu að Davíð Oddssyni og Hannesi Hafstein. Kannski verður efni erindisins einhvern tímann hluti af stærra verki en hér birtist það, að mestu eins og það var flutt í Hannesarholti.

Inngangur

Valdhafar hverju sinni, hvort sem það eru einvaldar, konungar eða lýðræðislega kjörnir leiðtogar, finna gjarnan fordæmi úr fortíðinni og átrúnaðargoð til að vísa sér veginn og fá fólkið í lið með sér.[1] Þeir vitna því óhikað í sögu og menningararf þjóðar sinnar til að styðja mál sitt. Valdhafar samtímans hverju sinni eru auk þess bornir saman við þá sem á undan hafa farið. Með því á fólk að átta sig betur á hvaða mannkostum þeir búi yfir. Þannig hefur Ronald Reagan verið sagður „Sesar seinni tíma“,[2] Margréti Thatcher hefur verið líkt við Winston Churchill,[3] og Vladímír Pútín við Pétur mikla.[4] Hér á landi má finna svipuð dæmi og samanburðurinn er ekki endilega hagstæður þeim sem á í hlut. Jónas Jónsson frá Hriflu kættist að minnsta kosti ekki þegar Kristján X konungur kallaði hann „litla Mússólíní“.[5]

Samanburði af þessu tagi fylgir einatt sú sannfæring að ráðamenn móti söguna að miklu leyti, að einstaklingar ráði hvernig atburðum vindur fram – og sérstaklega þeir sem eru í valdastöðum.[6] Valdhafar misjafnra tímaskeiða eiga það þá sameiginlegt að vera í sérstökum klúbbi útvaldra sem móta söguna. Þegar þeir hafa allir safnast saman til feðra sinna gætu þeir því safnast saman í einu horni (eða kannski frekar við háborð?) og fundið að þrátt fyrir tímamismuninn væri meira sem sameinaði þá en sundraði. Einn verður jafni annars.

„Ef verð ég að manni …“

Ef verð ég að manni, og veiti það sá,
sem vald hefur tíða og þjóða,
að eitthvað ég megni, sem lið má þér ljá,
þótt lítið ég hafi að bjóða,
þá legg ég, að föngum, mitt líf við þitt mál,
hvern ljóðstaf, hvern blóðdropa, hjarta og sál.

Hannes Hafstein, 1893, Davíð Oddsson 2011. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í nóvember það ár sté Davíð í ræðustól, fyrrverandi formaður flokksins, borgarstjóri, forsætisráðherra og seðlabankastjóri svo nokkuð sé nefnt. Mál sitt hóf hann á að vitna í þessi orð Hannesar Hafsteins, lokaerindið í Ástarjátningu hans til móður sinnar.

Fleiri dæmi má finna þar sem Davíð hefur eftir þessar línur, og fleiri landsfundi sjálfstæðismanna þar sem þeir tveir mætast ef svo má segja, hann og Hannes Hafstein. Þannig lagði Davíð Oddsson mikið undir í pólitískri keppni vorið 1991, bauð sig á landsfundi fram til formanns Sjálfstæðisflokksins þótt Þorsteinn Pálsson, sá sem embættinu gegndi, hefði hug á að gera það áfram. Davíð hafði betur og vitnaði í sigurræðunni í Storm, eitt þekktasta kvæði Hannesar, sem hefst á orðunum kunnu, Ég elska þig stormur:

Þú þenur út seglin og byrðinginn ber
og birtandi, andhreinn um jörðina fer;
þú loftilla, dáðlausa lognmollu hrekur
og lífsanda starfandi hvarvetna vekur.

hannesdo
Og hann elskaði þá alla… Engum ætti að dyljast hvert heiti nýlegrar heimildarmyndar SUS um Davíð Oddsson er sótt.

Síðan sagði formaðurinn nýkjörni: „Við skulum strengja þess heit á þessum fundi, sjálfstæðismenn, að hrekja loftilla dáðlausu lognmollu úr stjórnarráðinu og vekja starfandi lífsanda hvarvetna með þjóðinni.“[7] Þannig gerði Davíð herhvöt Hannesar að sinni og fleiri dæmi gætum við fundið. Það liggur við að Davíð Oddsson hafi vart haldið tímamótaræður án þess að Hannes Hafstein kæmi við sögu. Því liggur beint við að spyrja hvað hafi valdið þessari aðdáun stjórnmálamannsins á þessu tiltekna skáldi? Og skiptir hún einhverju máli? Má Davíð ekki vitna í Hannes eins og hver annar? Þarf að lesa eitthvað út úr því? Hefur það verið gert?

Sjálfur hefur Davíð útskýrt hrifningu sína á Hannesi Hafstein, til dæmis í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu 1. febrúar 2004 þegar rétt öld var síðan heimastjórn komst á hérlendis:

 „Af hverju þetta dálæti á Hannesi Hafstein?“

„Ég hreifst af Hannesi Hafstein strax sem barn. Föðuramma mín talaði töluvert um hann, en hún og Hannes voru þremenningar. Hún fann mikið til þessa skyldleika við sig og þá mig líka.Ég vissi snemma, að Hannes var óvenjulegur maður; … Það var eitthvað heillandi við hann. …“

„Er dálæti þitt á Hannesi Hafstein að einhverjum hluta sprottið af hlutskiptum ykkar í stjórnmálum og skáldskap? …“

„Á okkur Hannesi er augljós munur hvað skáldskapinn varðar. Ég hef gaman af skáldskap. Hann aftur á móti var og vissi að hann var þjóðskáld.“

„Hvaða kvæði stendur þér næst?“

„Kvæðið Stormur hefur alltaf staðið mér nærri. Þar finnast mér fara saman karlmennskuviðhorf og kraftmikil ögrun við óvinnandi öfl.“ …

„En hvað um pólitíkina?“

„Ég tel mig geta borið mig saman við hann sem stjórnmálamann, að því leytinu sem ég sinni stjórnmálunum af ákefð og ábyrgð. … [En þótt] tuttugu og fjórir menn hafi gegnt oddvitastöðunni eftir hann og allt megi það teljast góðir menn, þá þolir enginn samanburð við Hannes Hafstein.“[8]

Krafturinn og fjörið í skáldinu og stjórnmálamanninun Hannesi, þetta voru þeir augljósu þættir sem heilluðu Davíð Oddsson – og ekki spilltu venslin fyrir. Þegar þetta viðtal við Davíð var tekið var hann nálægt eða jafnvel á hátindi ferils síns, búinn að vera forsætisráðherra lengur en nokkur annar, óskoraður leiðtogi stærsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar. Vissulega kvaðst hann ekki þola jöfnuð við Hannes frekar en aðrir – en var hann dómbærastur um það sjálfur?

Allt rennur saman í eitt?

Lítum fyrst á Davíð sjálfan. Ungur maður á uppleið átti sér drauma um frama, völd og áhrif. Vitaskuld leitaði hann fyrirmynda og þá var frændinn Hannes Hafstein tilvalinn. Síðla kvölds sunnudaginn 27. nóvember 1988 var liðurinn „Úr ljóðabókinni“ á dagskrá Ríkissjónvarpsins. Las þá Davíð Oddsson Storm, kvæðið kunna. „Hann flutti ljóðið mæta vel,“ sagði Þjóðviljinn nokkrum dögum síðar „og skorti ekkert á þann karlmennskuanda sem hrekja vill burt loftilla og dáðlausa lognmollu.“ En síðan var haldið áfram með þeim orðum að „hér voru mikil tíðindi að gerast. Hér rann allt saman í eitt; skáldið, ljóðið og flytjandinn.“[9]

Þannig var ekki laust við að andstæðingar Davíðs Oddssonar gerðu gys að ást hans á Hannesi Hafstein og vændu hann jafnvel um þá drýldni að líkja sér við hann.[10] Síðan liðu árin og Davíð náði áfram sínum pólitísku markmiðum, vegtyllum sem aðdáendur hans báru saman við afrek Hannesar Hafsteins. Þegar Davíð varð fimmtugur 17. janúar 1998, forsætisráðherra og formaður flokks síns í nær sjö ár,  líkti Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor honum við aðra foringja sem hefðu „náðarvald“ í skilningi Max Webers um sterka nærveru. Þetta voru meðal annarra Jón Sigurðsson, Ólafur Thors og auðvitað Hannes Hafstein. Samjöfnuðurinn við Hannes var einna sterkastur því að í hlut Davíðs hefði komið, að mati greinarhöfundarins, „að hafa afdráttarlausa forystu um að snúa vörn í sókn, hverfa aftur til þess skipulags frjálsra viðskipta sem staðið hafði á öndverðum valdatíma Hannesar Hafsteins …“[11] Hafi þurft frekari vitna við sýndu lokaorðin síðan vel hvers konar samanburð lesandinn átti að hafa í huga: Um aldamótin 1900 hefði þjóðin byrjað að brjótast úr fátækt í bjargálnir, undir forystu Hannesar Hafsteins og nú væri hún orðin ein ríkasta þjóð í heimi, undir forystu Davíðs Oddssonar: „Nú stendur allt þjóðlíf í blóma, Ísalands hamingju, ekki óhamingju, verður allt að vopni, og forystumaður er fundinn.“[12]

Hannesar jafni

Áfram jókst velgengni Davíðs Oddssonar og sumarið 2004 birtist bók, Ráðherrar Íslands og forsætisráðherrar 1904−2004. Sína sögu sagði að Davíð Oddsson var fenginn til þess að skrifa fyrsta kaflann, um Hannes Hafstein, og í lokahlutanum var valdatíð Davíðs lýst. Þannig hóf hann verkið og lauk því. Auðvitað vissu ritnefnd og ritstjórar af áhuga Davíðs á þjóðskáldinu og jafn sjálfsagt virðist að álykta að með höfundarvalinu hafi verið ætlunin að benda á líkindin milli þessara tveggja valmenna við upphaf og endalok síðustu aldar. Teikn um það sjást meira að segja í kaflanum um Davíð Oddsson. „Davíð hefur sýnt augljósa hæfileika sem skáld og rithöfundur, …“ skrifaði Styrmir Gunnarsson: „Er þess þess vegna sem hann vitnar svona oft í Hannes Hafstein? Finnur hann samsvörun á milli sín og fyrsta ráðherra Íslands í þeim efnum?“[13]

Styrmir spurði, fullyrti ekki, og lokaorðin „í þeim efnum“ áttu kannski að undirstrika að ekki væri ýjað að því að Davíð ætlaði sér þá dul að bera sig saman við Hannes á öðrum sviðum. En það féll þá í hlut velunnaranna. Þegar hér var komið sögu var Davíð Oddsson búinn að vinna nær alla þá sigra sem hægt var að hugsa sér í íslenskum stjórnmálum. Senn liði að lokum ferilsins. Framleiðsla minninganna var hafin og frá þeim sjónarhóli séð var Forsætisráðherrabókin svonefnda bautasteinn um Davíð Oddsson, jafningja Hannesar Hafsteins.

Þeir voru auðvitað til sem höfðu ímugust á slíkri minningaframleiðslu og hæddust að því að Davíð vildi „spegla sig“ í stórmenni sem væri í frásögn hans „bókstaflega maríneraður í jákvæðum lýsingarorðum sem engan enda virðast ætla að taka“.[14] Um þetta leyti voru sumir andstæðingar Davíðs Oddssonar líka farnir að tala um hann og helstu stuðningsmenn hans sem „Heimastjórnarflokkinn“.[15] Þar var aftur á ferðinni samanburður við Hannes Hafstein, Davíð til háðs.

Árin liðu. Davíð Oddsson hvarf úr eldlínu stjórnmálanna og gerðist seðlabankastjóri. Hann var því kominn á endastöð pólitískra áhrifamanna ef miðað var við þá valdhafa sem höfðu áður fetað þá braut. Þegar málum er þannig komið fara menn gjarnan að líta um öxl frekar en að horfa fram á veg. Minningaframleiðslan verður í fyrirrúmi, sessinn í sögunni skal tryggður. Á sextugsafmæli Davíðs Oddssonar í janúar 2008 flutti Halldór Blöndal honum ræðu. Að sögn var „eins og orðfæri, flutningur og andrúm sjálfstæðisbaráttu íslenzku þjóðarinnar kviknaði allt í einu“ þegar þessi samherji Davíðs í stjórnmálabaráttunni rakti hundrað ára sögu, frá þeirri velmegun sem hófst með Hannesi Hafstein og lýðurinn byggi nú við. Lauk svo ræðunni eins og hæfði skáldum og höfðingjum:

Þjóðskörungur
leiddi þjóð sína
ódeigur
inn í árþúsund
nýrra vona,
nýrra hugsjóna.
Heill sé þér Davíð
Hannesar jafni.
[16]

Hannesi stolið fram og til baka

Af öllu því sem hér hefur verið rakið er augljóst að aðdáendur Davíðs Oddssonar sáu í honum „nýjan“ Hannes Hafstein ef svo má að orði komast. Þar að auki nýttu þeir sér þá jákvæðu ímynd sem þorri almennings hafði af Hannesi − til þess að hampa Davíð. Var ekki laust við að þeim sem unnu Hannesi Hafstein en ekki Davíð Oddssyni þætti nóg um. Voru Davíð og hans lið að „stela“ og „misnota“ minningu merkismanns liðinnar tíðar?

Slíkar kvartanir heyrði ég í spjalli að loknu erindinu í Hannesarholti fyrr í vetur. Sess Hannesar Hafsteins í þjóðarminningunni var sem fyrr ágætur en orðstír Davíðs hafði auðvitað beðið hnekki eftir bankahrunið mikla haustið 2008. Síðan þá hefur baráttan um arfleifð Davíðs Oddssonar geisað sem aldrei fyrr. Til varna fyrir hinn fallna foringja hefur öðrum fremur gripið Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Af mörgu er að taka og auðvelt að finna dæmi þar sem hann nefnir þá Davíð og Hannes Hafstein í sömu andrá. Þannig skrifaði Hannes Hólmsteinn á fésbók sumarið 2013 um markaðskapítalismann „sem við Davíð reyndum að endurskapa á Íslandi að fyrirmynd Jóns Sigurðssonar og Hannesar Hafstein (og tókst) 1991–2004“.[17] Sömuleiðis segir það sitt að heimildarmynd um Davíð Oddsson, sem Samband ungra sjálfstæðismanna gaf út þetta ár, var gefið heitið „Þúsund stormar“.[18]

1655884_10203266423127641_2090572868_n
Hefði Hannes Hafstein þá ekki stutt aðild Íslands að Evrópusambandinu, eða hvað? Mynd af Fésbókarsíðu Guðmundar Andra Thorssonar, birt 25. febrúar 2014.

Fróðlegt verður að sjá hvernig þessu sögustríði vindur fram. Þegar ég var að leggja lokahönd á vefútgáfu þessa erindis stóðu yfir deilur um aðild Íslands að Evrópusambandinu, einu sinni sem oftar. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur birti þá á fésbók tilvitnun í Hannes Hafstein úr bréfi hans til móður sinnar árið 1884: „Ég skal aldrei leggja minn skerf til að ala upp í Íslendingum þjóðernishrokann, montið yfir forfeðrunum og einangrunarheimskuna.“[19] Frekari orð voru óþörf: Í liði með Guðmundi Andra og þeim sem vildu halda áfram viðræðum íslenskra stjórnvalda um aðild að Evrópusambandinu væri þjóðskáldið og stjórnspekingurinn Hannes Hafstein – sama hversu oft Davíð Oddsson vitnaði í hann. Hannesi var stolið til baka.

Eflaust verður áfram bitist um eignarhaldið á Hannesi Hafstein, og má þá til samanburðar hafa í huga söguna af Jóni Sigurðssyni öllum sem Páll Björnsson sagnfræðingur hefur rakið.[20] Og hver veit nema sess Davíðs Oddssonar í sögunni verði best tryggður með því að hampa einstaklingum sem minnst þegar leitast er við að útskýra framvindu sögunnar, segja í staðinn að hann hafi ekki ráðið mestu um rás viðburða á Íslandi þann tíma sem hann var í valdastöðum, ekki frekar en Hannes Hafstein um hans daga. Mestu hafi ráðið almenn efnahags- og samfélagsþróun auk atburðarásar erlendis sem hlaut að hafa áhrif hér. En hvað verður þá um einstaklingana og ábyrgð þeirra? Í skrifum sínum um Hannes Hafstein í Forsætisráðherrabókinni kvaðst Davíð Oddsson ekki efast um að mörgum hinna miklu framfara sem hefðu orðið í embættistíð Hannesar hefði einnig miðað fram þótt annar maður hefði valist til forystu: „En það er ekkert sem bendir til, hvorki fyrr eða síðar, að neinum hefði farist hið vandasama verk betur úr hendi.“[21]

Samband einstaklings og samfélags, stöku ákvarðanir og langtímaþróun, þetta eru í raun mun merkari hugleiðingar en samanburður á valdhöfum ólíkra tímabila. Sá leikur er helst fyrir stjórnmálamenn og vini þeirra. En hann segir samt sitt um það hvaða mynd velunnarar tiltekinna valdhafa vilja skapa af þeim og sömuleiðis hvernig valdhafarnir sjálfir meta sig og sín verk.


[1] Þetta er eitt leiðarstefið í Ódáinsakri  Jóns Karls Helgasonar. Sjá einnig: Páll Björnsson, Jón forseti allur? Táknmyndir þjóðhetju frá andláti til samtíðar (Reykjavík: Sögufélag, 2011). Fyrir yfirlit að utan, sjá t.d.: Keith Wilson, „Introduction: Governments, Historians, and “Historical Engineering““, í Keith Wilson (ritstj.), Forging the Collective Memory. Government and International Historians Through Two World Wars (Oxford: Berghahn Books, 1996), bls. 1-27.

[2] Sara Wheeler, Access All Areas. Selected Writings 1990−2010 (London: Jonathan Cape, 2011), bls. 211. Wheeler sagði að í umdeildri ævisögu Ronalds Reagans eftir Edmund Morris birtist Reagan lesandanum á þennan hátt.

[3] Charles Moore, Margaret Thatcher. The Authorized Biography. Volume One: Not for Turning (London: Allen Lane, 2013), bls. xvii.

[4] Valdimir Ryzhkov, „Putin‘s Distorted History“, The Moscow Times, 18. nóv. 2013. Sjá einnig: D. Garrison Golubock, „Exhibition Shows Russian Leaders, From Romanovs to Putin“, The Moscow Times, 19. nóv. 2013, http://www.themoscowtimes.com/arts_n_ideas/article/exhibition-shows-russian-leaders-from-romanovs-to-putin/489883.html.

[5] Guðjón Friðriksson. Dómsmálaráðherrann. Saga Jónasar Jónssonar frá Hriflu II (Reykjavík: Iðunn, 1992), bls. 191.

[6] Sjá t.d. tvö klassísk skrif um efnið: G. V. Plekanov, „On the Role of the Individual in History“, í Selected Works of G. V. Plekhanov II (London: Lawrence & Wishart, 1961), aðgengilegt á https://www.marxists.org/archive/plekhanov/1898/xx/individual.html; Sidney Hook, The Hero in History (New York, Cosimo, 2008 (upphafl. útg. 1943)). Sjá einnig yfirlit um „mikilmenni sögunnar“ í sagnaritun nítjándu aldar: Eric Bentley, A Century of Hero-Worship. A study of the idea of heroism in Carlyle and Nietzsche, with notes on Wagner, Spengler, Stefan George, and D. H. Lawrence (Boston: Beacon Press, 2. útg. 1957), einkum bls. 80, 156−159 og 263; Georg G. Iggers og Q. Edward Wang með aðstoð Supriyya Mukherjee, A Global History of Modern Historiography (London: Pearson/Longman, 2008), bls. 69−116; Iain Pears, „The Gentleman and the Hero: Wellington and Napoleon in the Nineteenth Century“, í Roy Porter (ritstj.), Myths of the English (London: Polity Press, 1993), bls. 216−236. Fyrir nýlegri umfjöllun sjá t.d.: Susan A. Crane: „Writing the Individual Back into Collective Memory“, American Historical Review, 102/5 (1997), bls. 1372–1385; Barbara Caine, Biography and History (Basingstoke: Palgrave Macmillan, 2010), einkum bls. 1−3, 13−18 og 104−105. Sjá einnig enn nýrra spjall um „mikilmenni sögunnar“ og mögulega endurkomu þeirra í sagnfræðinni: Ira Chernus, „Time to Bring Back the „Great Man“ Theory of History?“ History News Network, 13. des. 2013, http://hnn.us/blog/153199.

[7] „Ég mun gera mitt ýtrasta til að rísa undir þessu trausti“, Morgunblaðið 12. mars 1991.

[8] „Hann var mikið happaverk“, Morgunblaðið 1. febrúar 2004 (viðtal Freysteins Jóhannssonar við Davíð Oddsson).

[9] ÓP [Óttar Proppé], „Klippt og skorið“, Þjóðviljinn 30. nóv. 1988.

[10] Sjá t.d.: Haukur Hannesson, „Í dagsins önn“, Vikublaðið 8. apríl 1994.

[11] Hannes Hólmsteinn Gissurarson, „Stjórnmálamaðurinn Davíð Oddsson“, Morgunblaðið 17. jan. 1998,.

[12] Sama heimild.

[13] Styrmir Gunnarsson, „Davíð Oddsson“, bls. 474.

[14] Jón Þór Pétursson, „Fyrirlestur um forsætisráðherrabókina“, Kistan (vefrit), 23. sept. 2004. Sjá einnig: Guðni Th. Jóhannesson, „Hræðilegt og fræðilegt. Umræður um forsætisráðherrabókina“, Fréttabréf Sagnfræðingafélags Íslands 138 (2004), bls. 4−5, http://www.sagnfraedingafelag.net/wp-content/uploads/2006/09/frettabref-des-04-138.pdf.

[15] Sjá t.d.: Össur Skarphéðinsson, „Pólitískur „fixer“ kveður“, heimasíðu Össurar  4. okt. 2006.

[16] „Staksteinar“, Morgunblaðið 21. jan. 2008.

[17] „Eyðilagði markaðskapítalisma með klíkukapítalisma“, www.dv.is, 2. ágúst 2013.

[18] „SUS gefur út DVD um Davíð Oddsson“, www.sus.is, 21. feb. 2013.

[19] Athugasemd á fésbókarsíðu Guðmundar Andra Thorssonar 25. febrúar 2014. Sjá einnig: Guðjón Friðriksson, Ég elska þig stormur. Ævisaga Hannesar Hafstein (Reykjavík, Mál og menning, 2005), bls. 161.

[20] Páll Björnsson, Jón forseti allur? Táknmyndir þjóðhetju frá andláti til samtíðar (Reykjavík: Sögufélag, 2011), einkum bls. 79−102 og 213−238.

[21] Davíð Oddsson, „Hannes Hafstein“, bls. 37−38.

Deila

[/container]


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

content-2111

Mix Parlay


yakinjp

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

Togel Online Resmi

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

news

slot mahjong ways

judi bola online

yakinjp

yakinjp

3 pola rahasia gates of olympus wd 5 juta

jam rawan max win starlight princess 45 menit

modal 50 ribu mahjong ways 3 free spin

incar x1000 big bass bonanza pola turbo manual

panduan anti rungkad sweet bonanza profit 100

skema bet wild west gold sticky wild

trik wd aman 1 juta sugar rush pola spin

pola otomatis gates of gatotkaca max win

100 putaran lucky neko strategi hit and run

trik free spin the dog house bet bertahap

1006

1007

1008

1009

1010

1011

1012

1013

1014

1015

1116

1117

1118

1119

1120

1121

1122

1123

1124

1125

1126

1127

1128

1129

1130

1131

1132

1133

1134

1135

rumus kemenangan mahjong ways 3 bet spin efektif

rahasia rtp mahjong wins peningkatan taruhan

analisis akurasi prediksi rtp live hasil spin

pola spin khusus lucky neko kucing emas

strategi multiplier stabil gate olympus emosi

trik mas adi manual spin mahjong ways spin emas

efektivitas pola spin ganjil genap koi gate

analisis kemenangan mahjong ways mobile vs desktop

pola pikir anti serakah target kemenangan harian

strategi anti boncos wild bandito stop kemenangan

akuntan gates of gatotkaca buy spin max win

sopir madame destiny megaways 100x spin

peneliti koi gate re spin naga jam sepi

arsitek aztec gems polanya multiplier x15

barista main spaceman cash out profit 70

bedah pola auto ajaib gates of olympus

rahasia rng lock mahjong ways 2 free spin

strategi waktu emas wild bandito tumble multiplier

volatilitas the dog house bonus buy optimal

dampak big win starlight princess stop loss wd

1011

1012

1013

1014

1015

1016

1017

1018

1019

1020

1111

1112

1113

1114

1115

1136

1137

1138

1139

1140

1141

1142

1143

1144

1145

strategi anti rungkad sweet bonanza atur bet saat scatter

pola putaran pancingan simbol scatter terbaik gates of olympus

taktik bet cerdas gems bonanza memicu game bonus

deteksi akurat waktu terbaik mengambil bonus deposit game

pola spin normal jebol kemenangan bonus turnover tertinggi

deteksi waktu terbaik ambil bonus deposit volatilitas rendah

pola spin normal jebol kemenangan bonus pengganda tertinggi

pola push bertahap volatilitas tinggi kemenangan tingkat tinggi

kombinasi bet minimalis volatilitas rendah anti zonk bonus x300

analisis pola gacor habanero fa cai shen strategi stabil untung

pola turbo pause mahjong ways 2 jackpot x1000 pasti

pola simbol scatter pyramid bonanza terbongkar menang

15 menit cetak big win wild west gold tanpa buy

deteksi sistem bocor pola gacor sweet bonanza anti rungkad

kombinasi simbol scatter gate of olympus wild biru wd

sinkronisasi jeda spin mahjong ways 2 kemenangan beruntun

analisa rtp pg soft wild stacked alur permainan

trik mas eko turbo spin mahjong wins suhu ponsel

dog house analisis rtp maksimal volatilitas server

efektivitas spin berantai big win treasures of aztec

peran ai pragmatic play frekuensi scatter

strategi mahjong ways jumlah pemain aktif

fakta menarik mahjong ways 2 potensi maxwin

pola pikir profesional tempo roulete sicbo

turbo spin tiga langkah starlight princess x500

montir sugar rush pola 20 10 5 pengganda

koki hot hot fruit volatilitas tinggi x5000

teknisi it wisdom of athena bet progresif

desainer wild west gold sticky wilds wd

perawat lucky neko perkalian ganda cuan

1026

1027

1028

1029

1030

1101

1102

1103

1104

1105

1106

1107

1108

1109

1110

1146

1147

1148

1149

1150

1151

1152

1153

1154

1155

teknik anti lag mahjong ways 2 freespin

pola pragmatic beli spin jam ramai

kode rng gates olympus scatter zeus

strategi golden bet starlight princess perkalian

volatilitas mahjong ways 1 vs 2 konsistensi

martingale terbalik dog house multihold wild

manajemen modal pro player batasan loss

psikologis kemenangan beruntun pemain profesional

trik mas andre auto spin turbo

analisis rtp live tren kemenangan global

sinkronisasi spin manual micro detik wild

beli fitur vs auto spin pg soft

analisa historis mahjong ways 2 jam subuh

kunci perkalian x500 gatot kaca maintenance

peran algoritma provider perubahan jam server

1041

1042

1043

1044

1045

1046

1047

1048

1049

1050

1096

1097

1098

1099

1100

1156

1157

1158

1159

1160

1161

1162

1163

1164

1165

1051

1052

1053

1054

1055

1056

1057

1058

1059

1060

1061

1062

1063

1064

1065

1081

1082

1083

1084

1085

1086

1087

1088

1089

1090

1091

1092

1093

1094

1095

1166

1167

1168

1169

1170

1066

1067

1068

1069

1070

1071

1072

1073

1074

1075

1076

1077

1078

1079

1080

1171

1172

1173

1174

1175

1176

1177

1178

1179

1180

1181

1182

1183

1184

1185

content-2111
news-2111

yakinjp


sabung ayam online

yakinjp

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

judi bola online

slot thailand

yakinjp

yakinjp

3 pola rahasia gates of olympus wd 5 juta

jam rawan max win starlight princess 45 menit

modal 50 ribu mahjong ways 3 free spin

incar x1000 big bass bonanza pola turbo manual

panduan anti rungkad sweet bonanza profit 100

skema bet wild west gold sticky wild

trik wd aman 1 juta sugar rush pola spin

pola otomatis gates of gatotkaca max win

100 putaran lucky neko strategi hit and run

trik free spin the dog house bet bertahap

1006

1007

1008

1009

1010

1011

1012

1013

1014

1015

1116

1117

1118

1119

1120

1121

1122

1123

1124

1125

1126

1127

1128

1129

1130

1131

1132

1133

1134

1135

rumus kemenangan mahjong ways 3 bet spin efektif

rahasia rtp mahjong wins peningkatan taruhan

analisis akurasi prediksi rtp live hasil spin

pola spin khusus lucky neko kucing emas

strategi multiplier stabil gate olympus emosi

trik mas adi manual spin mahjong ways spin emas

efektivitas pola spin ganjil genap koi gate

analisis kemenangan mahjong ways mobile vs desktop

pola pikir anti serakah target kemenangan harian

strategi anti boncos wild bandito stop kemenangan

akuntan gates of gatotkaca buy spin max win

sopir madame destiny megaways 100x spin

peneliti koi gate re spin naga jam sepi

arsitek aztec gems polanya multiplier x15

barista main spaceman cash out profit 70

bedah pola auto ajaib gates of olympus

rahasia rng lock mahjong ways 2 free spin

strategi waktu emas wild bandito tumble multiplier

volatilitas the dog house bonus buy optimal

dampak big win starlight princess stop loss wd

1011

1012

1013

1014

1015

1016

1017

1018

1019

1020

1111

1112

1113

1114

1115

1136

1137

1138

1139

1140

1141

1142

1143

1144

1145

strategi anti rungkad sweet bonanza atur bet saat scatter

pola putaran pancingan simbol scatter terbaik gates of olympus

taktik bet cerdas gems bonanza memicu game bonus

deteksi akurat waktu terbaik mengambil bonus deposit game

pola spin normal jebol kemenangan bonus turnover tertinggi

deteksi waktu terbaik ambil bonus deposit volatilitas rendah

pola spin normal jebol kemenangan bonus pengganda tertinggi

pola push bertahap volatilitas tinggi kemenangan tingkat tinggi

kombinasi bet minimalis volatilitas rendah anti zonk bonus x300

analisis pola gacor habanero fa cai shen strategi stabil untung

pola turbo pause mahjong ways 2 jackpot x1000 pasti

pola simbol scatter pyramid bonanza terbongkar menang

15 menit cetak big win wild west gold tanpa buy

deteksi sistem bocor pola gacor sweet bonanza anti rungkad

kombinasi simbol scatter gate of olympus wild biru wd

sinkronisasi jeda spin mahjong ways 2 kemenangan beruntun

analisa rtp pg soft wild stacked alur permainan

trik mas eko turbo spin mahjong wins suhu ponsel

dog house analisis rtp maksimal volatilitas server

efektivitas spin berantai big win treasures of aztec

peran ai pragmatic play frekuensi scatter

strategi mahjong ways jumlah pemain aktif

fakta menarik mahjong ways 2 potensi maxwin

pola pikir profesional tempo roulete sicbo

turbo spin tiga langkah starlight princess x500

montir sugar rush pola 20 10 5 pengganda

koki hot hot fruit volatilitas tinggi x5000

teknisi it wisdom of athena bet progresif

desainer wild west gold sticky wilds wd

perawat lucky neko perkalian ganda cuan

1026

1027

1028

1029

1030

1101

1102

1103

1104

1105

1106

1107

1108

1109

1110

1146

1147

1148

1149

1150

1151

1152

1153

1154

1155

teknik anti lag mahjong ways 2 freespin

pola pragmatic beli spin jam ramai

kode rng gates olympus scatter zeus

strategi golden bet starlight princess perkalian

volatilitas mahjong ways 1 vs 2 konsistensi

martingale terbalik dog house multihold wild

manajemen modal pro player batasan loss

psikologis kemenangan beruntun pemain profesional

trik mas andre auto spin turbo

analisis rtp live tren kemenangan global

sinkronisasi spin manual micro detik wild

beli fitur vs auto spin pg soft

analisa historis mahjong ways 2 jam subuh

kunci perkalian x500 gatot kaca maintenance

peran algoritma provider perubahan jam server

1041

1042

1043

1044

1045

1046

1047

1048

1049

1050

1096

1097

1098

1099

1100

1156

1157

1158

1159

1160

1161

1162

1163

1164

1165

1051

1052

1053

1054

1055

1056

1057

1058

1059

1060

1061

1062

1063

1064

1065

1081

1082

1083

1084

1085

1086

1087

1088

1089

1090

1091

1092

1093

1094

1095

1166

1167

1168

1169

1170

1066

1067

1068

1069

1070

1071

1072

1073

1074

1075

1076

1077

1078

1079

1080

1171

1172

1173

1174

1175

1176

1177

1178

1179

1180

1181

1182

1183

1184

1185

news-2111