Fréttaskot úr fortíð


Eggert Þór Bernharðsson prófessor og Ármann H. Gunnarsson, nemandi í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands, hafa unnið kvikar smámyndir þar sem gerð er tilraun með söguform með því að klæða atvik úr fortíðinni í búning nútíma sjónvarpsfrétta.

Sagnfræðingur bregður sér í hlutverk fréttamanns sem hverfur á vit fortíðar, fjallar um tiltekin mál og ræðir við fólk. Tilraunin fólst meðal annars í því að kanna möguleika fréttaformsins í miðlun sögu, athuga hvort hægt sé með nógu sannfærandi hætti að flétta saman nútíma og fortíð innan þess forms og huga að því hvernig hægt sé að nýta þá umgjörð sem söfn og setur bjóða upp á í framsetningu sögulegs efnis.

Fréttirnar eru fjórar til sex mínútur að lengd. Flestar fréttirnar eru teknar upp á sögusöfnum og setrum en í helstu hlutverkum eru vinir og félagar höfunda.

Hægt er að skoða fréttaskotin á youtube. Öllum er frjáls afnot af fréttaskotunum.


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *