Til varnar þjóðríkinu og samfélaginu

Um höfundinn
Gauti Kristmannsson

Gauti Kristmannsson

Gauti Kristmannsson er prófessor í þýðingafræði við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Rannsóknasvið hans eru almenn þýðingafræði, enskar og þýskar bókmenntir, upplýsingin í Evrópu, þýðingasaga, málstefna á Íslandi og annars staðar og íslenskar samtímabókmenntir. Sjá nánar

Gauti Kristmannsson segir að orð Margaretar Thatcher um að það sé ekki til neitt sem sé samfélag, aðeins einstaklingar, séu að rætast í Bretlandi þessa dagana. ,,Uppreisnarlýðurinn á götum breskrar borga hagar sé einmitt þannig; það er ekki neitt samfélag sem ég skulda neitt, ræningjabarónar banka hirða það sem þeir vilja, því skyldi ég ekki gera það líka”?

Þjóðríkið hefur fengið á baukinn frá ýmsum hliðum gegnum tíðina. Vinstra megin miðju í pólitík tengja menn það oft við þjóðernishugsun, þröngsýni og smáborgarahátt. Hægra megin miðju er ríkið óvinur frjáls einkaframtaks og fulltrúi miðstýringar. Beggja vegna miðju og þar mitt á milli (mis)nota menn síðan þjóðríkið við tyllitækifæri því þrátt fyrir allt stendur þjóðin og ríki þess fyrir samstöðu þegna sem telja sig eiga eitthvað sameiginlegt, tungumál, sögu, menningu og ýmislegt fleira í þeim dúr.

Þjóðríkið er hins vegar ekkert annað en pólitískt tæki sem varð til á Vesturlöndum á undanförnum öldum og hefur oftar en ekki verið farvegur lýðræðis, samfélags og jafnréttis borgaranna svo einkunnarorð frönsku byltingarinnar séu aðeins umorðuð. Vissulega hafa oft einhverjir verið jafnari en aðrir í þjóðríkjunum, en lýðræðisgerð þeirra hefur gefið færi á að auka jöfnuð manna undanfarnar aldir.

Undarlegt hefur því verið að sjá menn hatast við (þjóð)ríkið í nafni frelsis eins og tíska hefur verið undanfarna áratugi, næstum eins og það sé enn í höndum aðalsmanna og kónga. Svo er þó ekki, ekki einu sinni þar sem kóngar og drottningar eru höfð til skrauts. Þjóðríkið er eða getur verið tæki til að taka lýðræðislegar ákvarðanir með hagsmuni almennings í huga. Sú sameiginlega sjálfsmynd sem það skapar gerir þjóðum kleift að takast á við ýmsa hluti í sameiningu sem annars væri ekki hægt. Þetta á ekki aðeins við um utanaðkomandi ógn heldur einnig augnablik eins og eftir hryðjuverkin í Noregi um daginn þar sem þjóðareining Norðmanna hjálpaði þeim að takast á við skelfilegan atburð.

Þeir sem hatast við ríkið nú um stundir eru þó einkum hægri menn og telja sumir jafnvel að það eigi einungis að sinna öryggi borgaranna með her og lögreglu og fáu öðru. Einkaaðilar geti séð um hitt í frjálsri samkeppni. Orð Margaretar Thatcher um að það sé ekki til neitt sem sé samfélag, aðeins einstaklingar eru kannski alræmdust í þessu tilliti, en það má segja að þau séu að rætast í Bretlandi einmitt þessa dagana.  Uppreisnarlýðurinn á götum breskrar borga hagar sé einmitt þannig; það er ekki neitt samfélag sem ég skulda neitt, ræningjabarónar banka hirða það sem þeir vilja, því skyldi ég ekki gera það líka?

Thatcher þóttist að vísu standa fyrir þjóðríkið þegar hentaði, ekki síst í fjasi um Evrópusambandið, en staðreyndin er sú að einangrunarhyggja hennar og ríkishatur gróf meira undan því en nokkuð annað. Ef það er ekkert samfélag er lítil ástæða til að vera með þjóðríki. Í staðinn gætu þá komið fyrirtæki, einstaklingar yrðu þá þegnar General Electric eða Siemens. Securitas sæi um löggæslu bæði á Íslandi og í Gíenu Bissaó. Staðreyndin er sú að þjóðríkin eru orðin of lítil og máttlaus til að standa stórfyrirtækjum og bönkum snúning eins og Íslendingum ætti að vera í fersku minni.

Er þá einhver ástæða til að halda í þjóðríkið? Já, það held ég, einmitt af þeim ástæðum sem greinir hér að ofan, þjóðríkið getur verið farsæll farvegur lýðræðis og samstöðu, miklu fremur en alþjóðleg fyrirtæki. Sjálfsmyndarbyggingin, tungumálin, sagan, menningin eru arfur sem skiptir máli og viðhalda mannlegum samskiptum á eðlilegri hátt en excel-skjöl stórfyrirtækjanna.

Ein af þeim leiðum sem farnar hafa verið eru einmitt ríkjasambönd þar sem þjóðríki styrkja samstarf sitt á jafnréttisgrundvelli til að geta mætt breyttri stærð hins kapítalíska heims. Við erum einmitt í miðjum stórsjó núna þar sem við þurfum að átta okkur á hvert heppilegt sé að fara.

Evrópusambandið, eins gallað og það er, stendur fyrir þjóðríkið að þessu leyti, þar er verið að reyna ná hagkvæmni og styrk stærðarinnar án þess að fórna þjóðríkjunum, tungu þeirra, sögu og menningu.  Það er einmitt tilraun til að viðhalda samfélagi og því kannski ekki að undra að Thatcher og félagar hennar hatist svo við það. En niðurstöðuna af frjálshyggjutilraun Thatchers og reyndar margra annarra líka (Ísland 2009) má sjá í hnotskurn núna. Fólk með brotna sjálfsmynd missir sjónar af samfélagi sínu og samstöðu og brýtur allt og bramlar. Það virðist vera útkoman af útópíu frjálshyggjunnar.


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

news-1412

yakinjp


sabung ayam online

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

judi bola online

slot thailand

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

ayowin

mahjong ways

judi bola online

mahjong ways 2

JUDI BOLA ONLINE

maujp

maujp

20021

20022

20023

20024

20025

20026

20027

20028

20029

20030

20031

20032

20033

20034

20035

30021

30022

30023

30024

30025

30026

30027

30028

30029

30030

30031

30032

30033

30034

30035

80001

80002

80003

80004

80005

80006

80007

80008

80009

80010

80011

80012

80013

80014

80015

80016

80017

80018

80019

80020

80021

80022

80023

80024

80025

80026

80027

80028

80029

80030

80136

80137

80138

80139

80140

80211

80212

80213

80214

80215

80216

80217

80218

80219

80220

9041

9042

9043

9044

9045

80031

80032

80033

80034

80035

80036

80037

80038

80039

80040

80041

80042

80043

80044

80045

80141

80142

80143

80144

80145

80146

80147

80148

80149

80150

80151

80152

80153

80154

80155

30046

30047

30048

30049

30050

30051

30052

30053

30054

30055

30056

30057

30058

30059

30060

80066

80067

80068

80069

80070

80071

80072

80073

80074

80075

80076

80077

80078

80079

80080

80081

80082

80083

80084

80085

80086

80087

80088

80089

80090

80091

80092

80093

80094

80095

30081

30082

30083

30084

30085

30086

30087

30088

30089

30090

80096

80097

80098

80099

80100

80101

80102

80103

80104

80105

80106

80107

80108

80109

80110

80111

80112

80113

80114

80115

80156

80157

80158

80159

80160

80161

80162

80163

80164

80165

80166

80167

80168

80169

80170

80116

80117

80118

80119

80120

80121

80122

80123

80124

80125

80126

80127

80128

80129

80130

80131

80132

80133

80134

80135

80171

80172

80173

80174

80175

80176

80177

80178

80179

80180

80181

80182

80183

80184

80185

80186

80187

80188

80189

80190

80191

80192

80193

80194

80195

80196

80197

80198

80199

80200

80201

80202

80203

80204

80205

80206

80207

80208

80209

80210

news-1412