[container] Ritið er safn ljóða og mynda Jónasar E. Svafárs en hann sendi frá sér fimm bækur auk þess að vinna eitt handunnið bókverk og birta ljóð og myndir í tímaritum.
Jónas E. Svafár (1925-2004) var af samferðamönnum kallaður grallari, sérvitringur, galgopi og hrekkjalómurinn með orðaleikina. Hann var eitt sérstæðasta skáld landsins, orti ljóð og gerði teikningar með fyndnu myndmáli og undarlegum táknum sem ögruðu viðteknum hugmyndum um skáldskap. Erindi hans var hins vegar skýrt, Jónas beindi spjótum sínum að yfirdrepsskap og heimsku valdhafa, stríðsrekstri og mannúðarskorti.
Þröstur Helgason annaðist útgáfuna og ritaði inngang ásamt Ingólfi Arnarssyni
Útgefandi er Omdúrman.
[/container]