Hugvarp ræddi við Þóri Jónsson Hraundal, lektor í arabísku, um orð af arabískum uppruna sem finna má í íslensku og öðrum Evrópumálum.
Kvennréttindi innan kirkjunnar
Hugvarp ræddi við Arnfríði Guðmundsdóttur prófessor um langa og stranga leið kvenna til vígðrar þjónustu innan kirkjunnar.
Afrískar smásögur og staða smásögunnar
Fjórða bindi ritraðarinnar Smásögur heimsins var nýverið gefið út, en það geymir nítján sögur frá sautján löndum Afríku. Hugvarp ræddi við Rúnar Helga Vignisson, Jón Karl Helgason og Kristínu Guðrúnu Jónsdóttur, ritstjóra ritraðarinnar, um afrískar bókmenntir, ritröðina, smásagnaformið og Stutt – nýja rannsóknastofu í smásögum.
Umhverfishugvísindi í Ritinu
Viðtal Hugvarps við Guðbjörgu R. Jóhannesdóttur og Þorvarð Árnason, þemaritstjóra Ritsins:3/2019.
Íslenskar kvikmyndir
Björn Þór Vilhjálmsson, lektor í kvikmyndafræði og þemaritstjóri Ritsins, fjallar um nýjasta hefti þess og ræðir við Gunnar Tómas Kristófersson, en að þessu sinni er fjallað um íslenskar kvikmyndir í Ritinu.
Nýyrði í ljóðmáli íslenskra skálda
Í Hugvarpi veltir Steinunn Sigurðardóttir skáld fyrir sér nýyrðum í ljóðmáli nokkurra íslenskra skálda, frá Jónasi Hallgrímssyni til Sigfúsar Daðasonar og um leið beinir hún sjónum að ofnotkun valinkunnra orða.
Þróun útfararsiða og samband ríkis og kirkju
Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu, hefur rannsakað þróun útfararsiða og samband ríkis og kirkju. Hugvarp ræddi við hann um einkagrafreiti, bálfarir og breytingar á útfararhefðum.
Aftökur og dauðadómar á Íslandi
Viðtal við þrjá af aðstandendum verkefnisins Dysjar hinna dæmdu, en markmið þess er að leita upplýsinga um þá einstaklinga sem teknir voru af lífi hér á landi tímabilið 1550-1830.
Heimili fátæks fólks á fyrri tíð
Út er komin bókin Híbýli fátæktar: Húsnæði og veraldleg gæði fátæks fólks á 19. og fram á 20. öld, eftir þau Finn Jónasson, Sólveigu Ólafsdóttur og Sigurð Gylfa Magnússon. Hugvarp ræddi við tvo af höfundunum.
Samband Grænlendinga og Íslendinga
Hugvarp ræddi við þau Ann-Sofie Nielsen Gremaud og Sumarliða R. Ísleifsson um samband Grænlands og Íslands.
Kæra Jelena
Rebekka Þráinsdóttir fjallar um leikverkið Kæra Jelena, höfund þess og viðtökur í Sovétríkjunum þegar það var fyrst sett upp í byrjun níunda áratugs 20. aldar.
Einelti og ofbeldi á fyrri tíð
Marín Árnadóttir segir frá rannsókn sinni á einelti og ofbeldi í íslensku samfélagi 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar.