Íslenski dansflokkurinn og árið 2017

Árið 2017 var ár Ernu Ómarsdóttur listræns stjórnanda Íslenska dansflokksins. Tvær stórar frumsýningar voru á árinu þar sem höfundaverk hennar voru í forgrunni. Sú fyrri var danshátíðin Fórn sem haldin var í Borgarleikhúsinu í mars. Aðeins var um 5 sýningar að ræða hér á landi en síðan hefur flokkurinn gert víðreist með hátíðina og sýnt í Utrecht Hollandi, Harstad Noregi, London, Dusseldorf Þýskalandi og Kortrijk Belgíu. Sýningin Fórn var sett upp sem hátíð sem tók yfir allt Borgarleikhúsið þessa kvöldstund. Til viðbótar við dansverkin Shrine og No tomorrow sem boðið var upp á á stóra sviðinu þá var hatursjóga í …

Kvennaborg á fyrstu hæð

Í tilefni af því að röddum kvenna á ritvelli Íslands fjölgar undir formerkjum #Metoo byltingarinnar, fjallar Dalrún J. Eygerðardóttir um varðveislu á röddum kvenna á Landsbókasafni Íslands-Háskólabókasafni, kvennaborg vorra Íslendinga og konuna sem reisti hana frá grunni; Önnu Sigurðardóttur.

Að velja eða ekki velja: Orð ársins 2017

Steinþór Steingrímsson, verkefnastjóri hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Ágústa Þorbergsdóttir, málfræðingur hjá sömu stofnun og Oddur Snorrason, formaður Mímis, félags stúdenta í íslenskum fræðum og almennum málvísindum, skrifa um val á orði ársins.

Ósiðlegir gjörningar og róttækar launhelgar

Hópur nýframúrstefnulistamanna sem kenndi sig við aksjónisma starfaði í Vín á sjötta áratugnum og urðu þeir alræmdir fyrir list sem brýtur bannhelgar samfélagsins og storkar hefðum og almennu velsæmi. Markarof þeirra beinast sér í lagi gegn andlausri menningarpólitík og afturhaldssemi Austurríkis eftirstríðsáranna. Lítið hefur þó verið ritað um þennan umdeilda hóp á íslenskri tungu. Í greininni vík ég sjónum mínum að gjörningi Hermann Nitsch, Abreaktionsspiel, þar sem fléttast saman ólíkar orðræður á borð við klám, dulspeki, kaþólsk helgihald, sálgreining og lífhyggja. Þessar orðræður eru rannsakaðar eins og þær birtast í verkinu og kannað hvaða hlutverki þær gegna innan fagurfræðilegs verkefnis …

Draugagangur

Hjalti Hugason og Sólveig Anna Bóasdóttir skrifa. Íslensk lög og stjórnskipan er full af gömlum draugum. Margir þeirra eru eldri en sjálft lýðveldið og upp runnir í ríki Dana. Þar er margt rotið eins og svo víða annars staðar. Innan um og saman við eru svo innlendir Mórar og Skottur sem leikið hafa lausum hala síðan á fullveldistíma eða a.m.k. frá lýðveldisstofnun. Fjölmargir stjórnmála- og embættismenn sem og lærðir og leikir lögvitringar hafa lengi vitað af þessum líkum í lestinni. Spyrja má hvers vegna enginn hafi séð ástæðu til að kveða óværuna niður. Þar kemur án efa margt til: leti, …

Innri skoðun

Ál-land