Ágústa Þorbergsdóttir, málfræðingur hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Steinþór Steingrímsson, verkefnisstjóri hjá sömu stofnun, skrifa um orð ársins 2020.
Hlaðvarp Engra stjarna #8: Reykjavík Feminist Film Festival
María Lea Ævarsdóttir og Sólrún Freyja Sen ræða um Reykjavík Feminist Film Festival.
Lærdómsritin: Dýralíf
Í öðrum þætti Lærdómsrita er fjallað um Dýralíf eftir J.M. Coetzee. Jón Ólafsson ræðir við Gunnar Theódór Eggertsson, höfund inngangs bókarinnar, um efni hennar og almennt um vaxandi umræðu samtímans um dýravernd og réttindi dýra.
Lærdómsritin: Minnisblöð Maltes Laurids Brigge
Í þessum fyrsta þætti Lærdómsritanna ræðir Jón Ólafsson við Svanhildi Óskarsdóttur og Benedikt Hjartarson um nýjustu bókina, Minnisblöð Maltes Laurids Brigge eftir Rainer Maria Rilke.
Táknheimur íslenskra kirkjubygginga
Viðtal við Sigurjón Árna Eyjólfsson, höfund bókarinnar Augljóst en hulið – að skilja táknheim kirkjubygginga.
Þrjár smásögur
Ritstjórar Smásagna heimsins lesa upp sögur úr bókunum í tilefni þess að fimmta og síðasta bók ritraðarinnar er komin út.
Saga viðhorfa til Íslands og Grænlands
Út er komin bókin Í fjarska norðursins. Ísland og Grænland, viðhorfssaga í þúsund ár í útgáfu Sögufélagsins. Höfundur er Sumarliði R. Ísleifsson, lektor við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, en hann hefur um langt skeið rannsakað ímyndasögu Íslands og Grænlands.
Konur sem kjósa: Aldarsaga
Út er komin bókin Konur sem kjósa: Aldarsaga í útgáfu Sögufélagsins. Bókin fjallar um íslenska kvenkjósendur í eina öld og er sjónum beint að einu kosningaári á hverju áratug.
Fyrirlesarar á Hugvísindaþingi
Hugvísindaþing verður haldið á netinu 18. og 19. september. Af því tilefni sló Hugvarp á þráðinn til fjögurra fræðimanna og bað þá um að segja okkur frá þeirra fyrirlestrum og málstofum.
Aðför að pólskum háskólum og akademísku frelsi
Tilkynning frá nemendum við Háskólann í Slesíu í Katowice, Póllandi, sem hafa verið ofsóttir fyrir að andæfa hatursáróðri innan veggja skólans. Þýðandi er Angrímur Vídalín, aðjunkt við Menntavísindasvið HÍ og fyrrum gestalektor við Háskólann í Slesíu. Það er trú þýðandans, sem og höfunda textans, að yfirlýsingin eigi erindi við háskólafólk um allan heim.
Samband fólks og dýra í Ritinu
Fyrsta hefti Ritsins á þessu ári er komið út og er þema þess náttúruhvörf, samband fólks og dýra. Hugvarp ræddi við þemaritstjóra Ritsins, þau Kötlu Kjartansdóttur og Kristinn Schram.
Hugmyndaheimur Páls Briem
Út er komin bókin Hugmyndaheimur Páls Briem, en í hana skrifa sjö sagnfræðingar um Pál Briem, sýslumann og þingmann. Hugvarp ræddi við ritstjóra bókarinnar, sagnfræðingana Ragnheiði Kristjánsdóttur og Sverri Jakobsson.