Út er komið ritið A Cultural History of the Avant-Garde in the Nordic Countries 1925-1950. Ritstjórar verksins eru Benedikt Hjartarson, Andrea Kollnitz, Per Stounbjerg og Tania Ørum.
Bókmenntaþýðingar milli mála
Nýtt hefti Milli mála er komið út og í þessu hefti er nokkur áhersla lögð á bókmenntaþýðingar. Milli mála er veftímarit í opnum aðgangi.
Hugsað með Aristótelesi
Út er komin ritið Hugsað með Aristótelesi í ritstjórn Eiríks Smára Sigurðarsonar og Svavars Hrafns Svavarssonar. Útgefandi er Heimspekistofnun Háskóla Íslands í samvinnu við Háskólaútgáfuna.
Tvímála útgáfa á ljóðum Pablo Neruda
Út er komin bókin Hafið starfar í þögn minni: Þýðingar á ljóðum eftir Pablo Neruda. Í bókinni er að finna, í tvímála útgáfu, heildarsafn þýðinga – af spænsku á íslensku – á ljóðum eftir síleska ljóðskáldið Pablo Neruda.
Ný dagbók um kvenheimspekinga
Út er komin dagbókin Calendar of Women Philosophers 2019 með stuttum textum um kvenheimspekinga.
Fjallað um merkingu og áhrif fullveldishugmyndar í nýrri bók
Í tilefni af aldarafmæli fullveldisins hefur hópur fræðimanna rýnt í þýðingu tímamótanna 1918 og hvaða merkingu og áhrif fullveldishugmyndin hefur haft í íslensku samfélagi. Afraksturinn er bókin Frjálst og fullvalda ríki sem Sögufélagið hefur gefið út.
Smásögur heimsins – Asía og Eyjaálfa
Út er komið þriðja bindi ritraðarinnar Smásögur heimsins sem geymir snjallar smásögur frá öllum heimshornum. Í þessu bindi er að finna sögur frá 20 löndum í Asíu og Eyjaálfu.
Eftirbátur – ný skáldsaga eftir Rúnar Helga
Rúnar Helgi Vignisson, dósent í ritlist við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, hefur sent frá sér skáldsöguna Eftirbátur.
Undur og ógnir borgarsamfélagsins
Annað hefti Ritsins 2018 er komið út og er þema þess að þessu sinni borgir í víðu samhengi. Ritið, tímarit Hugvísindastofnunar, er nú gefið út í rafrænum formi á ritid.hi.is.
Ritið í rafrænni útgáfu og opnum aðgangi
Ritið 1/2018 er komið út og er Ritið nú í fyrsta sinn í rafrænni útgáfu og opnum aðgangi. Þema þessa heftis er lög og bókmenntir en heimar bókmennta og skáldskapar geta skarast margvíslega við lög og rétt.
Nýtt rit um heimspekinginn Jesú
Út er komin bókin Jesus as Philosopher: The Moral Sage in the Synoptic Gospels eftir Rúnar Má Þorsteinsson, prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.
Esterarbók Gamla testamentisins Þýðing og fræðilegar forsendur
Höskuldur Þráinsson fjallar um bókina Esterarbók Gamla testamentisins – Þýðing og fræðilegar forsendur eftir Jón R. Gunnarsson.