Skyggnar konur á Íslandi

Dalrún J. Eygerðardóttir skrifar um skyggnar konur á Íslandi sem stunduðu miðilsstörf á uppgangstíma andatrúar á Íslandi.

Skjöl Landsnefndarinnar

Már Jónsson fjallar um bókina Landsnefndin fyrri V. Fundargerðir og bréf nefndarinnar. í útgáfu Þjóðskjalasafnsins.

Um porthéra og húspláss

Fyrir skömmu birtist í hinu virta breska tímariti Women´s History Review greinin „Transculturation, contact zones and gender on the periphery. An example from Iceland 1890–1920“ eftir Írisi Ellenberger. Í greininni birtist hluti niðurstaðna Írisar úr nýdoktorsverkefni hennar Mót innlendrar og erlendrar menningar í Reykjavík 1890–1920 sem hún vann með styrk frá Nýliðunarsjóði Háskóla Íslands.

Að ganga út fyrir sitt gólf. Orðræða um konur

Erla Hulda Halldórsdóttir fjallar um langa sögu kvenfyrirlitningar og hversu grunnt er á henni. Hún segir samræðurnar á Klausturbarnum sýna að kvenfyrirlitning og hreint kvenhatur heyri ekki sögunni til.

Kvennaflakk og kvennatjáning

Dalrún J. Eygerðardóttir fjallar um sögu förukvenna, en hún vinnur einnig að heimildamynd um síðustu förukonur Íslands.

„Þeir létu Fjallkonuna hopa af hólmi“ – lýðveldishátíðin 1944 og veisluskrautið

Erla Hulda Halldórsdóttir fjallar um þátt kvenna í lýðveldishátíðinni 1944: „Fyrir mörgum árum var mér sagt að lýðveldishátíðin á Þingvöllum 1944 hefði verið svo mikil karlasamkoma að fjallkonan, sem þar átti að stíga á stokk, hefði gleymst inni í jeppa þar sem hún átti að sitja af sér rigninguna, og aldrei komið fram. Þessi lygilega frásögn er staðreynd.“

Íslenskir svannasöngvar

Dalrún J. Eygerðardóttir fjallar um verkþemasöngvar íslenskra kvenna, þ.e. vinnusöngva, vögguvísur og samstöðusöngva. Söngvarnir eru heimildir um störf kvenna heima fyrir, á vinnumarkaði og á hinum pólítíska vettvangi.

„Lítilmagnans morgunroði?“

Rósa Magnúsdóttir, dósent í sagnfræði við Institut for Kultur og Samfund, fjallar um greinina „Lítilmagnans morgunroði?“ sem hún birtir í Ritinu:3/2017.

Nútímasagnadansinn #Metoo

Dalrún J. Eygerðardóttir heldur á vit slóða sagnadansa fyrri alda og #Metoo atburðarsagna kvenna samtímans í þeim tilgangi að leiða saman raddir formæðra vorra og nútímakvenna Íslands, í umfjöllun um frásagnarhætti kvenna um kynbundið ofbeldi.