Ný íslensk-frönsk veforðabók

Lexía, ný íslensk-frönsk veforðabók var nýverið opnuð á slóðinni lexia.hi.is. Hugvarp spjallaði við þær Ásdísi Rósu Magnúsdóttur, forstöðumann Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og Rósu Elínu Davíðsdóttur, orðabókafræðing við stofnunina og ritstjóra franska hluta orðabókarinnar.

PISA-próf – gagnsemi, gallar og úrbætur

Eiríkur Rögnvaldsson fjallar um PISA-prófin og segir marktækni þeirra fyrir Ísland minni en skyldi vegna þess að viðmið og mælikvarða á orðaforða og þýðingu skortir. Þó sé ekki ástæða til að efast um að lesskilningi íslenskra ungmenna fari hrakandi og það sé sameiginlegt verkefni samfélagsins að bregðast við því.

Íslenska og útlendingar

Eiríkur Rögnvaldsson skrifar um stöðu íslenskunnar: „Við þurfum að átta okkur á hættunni á því að við séum að búa til tvær þjóðir í landinu – „okkur“, sem tölum góða íslensku og sitjum að bestu bitunum hvað varðar völd, áhrif, menntun, tekjur o.s.frv. – og svo „hina“, þá sem tala ófullkomna eða enga íslensku og sitja fastir í láglaunastörfunum, áhrifalausir á öllum sviðum þjóðfélagsins.“

Að breyta fjalli staðli

Bilið milli daglegs máls og þess óopinbera ritmálsstaðals sem gilt hefur á Íslandi undanfarna öld fer sífellt breikkandi

Er hrakspá Rasks að rætast?

Tvær nýjar samfélagsbyltingar hafa gerbreytt lífsskilyrðum íslenskunnar á örfáum árum – alþjóðavæðingin og snjalltækja-