Þema Ritsins 3/2020 er syndin og margvíslegar birtingarmyndir hennar.
Íslenskar nútímabókmenntir í Ritinu
Út er komið 2. tölublað Ritsins, tímarits Hugvísindastofnunar á þessu ári og er þema þess íslenskar nútímabókmenntir. Í heftinu er stefnt saman umfjöllun um bókmenntir frá því snemma á 20. öld og samtímaverkum.
Samband fólks og dýra í Ritinu
Fyrsta hefti Ritsins á þessu ári er komið út og er þema þess náttúruhvörf, samband fólks og dýra. Hugvarp ræddi við þemaritstjóra Ritsins, þau Kötlu Kjartansdóttur og Kristinn Schram.
Ritið 3/2019: Umhverfishugvísindi og samtími
Umhverfishugvísindi og samtími eru umfjöllunarefni þriðja og síðasta heftis Ritsins á þessu ári. Fjallað er um náttúruna og umhverfi á fjölbreyttan hátt; náttúruvernd, náttúruupplifun og gildi náttúrunnar, landslag, eldfjöll og áhrif náttúrunnar á okkur mennina, svo eitthvað sé nefnt.
Ritið 2/2019: Íslenskar kvikmyndir
Íslenskar kvikmyndir er þema nýjasta heftis Ritsins sem nú er komið út. Í því eru birtar fjórar ritrýndar greinar, þrjár sögulegar og ein þar sem fjallað er um Húsið, fyrstu íslensku hrollvekjuna í fullri lengd.
Ritið 1/2019: Kynbundið ofbeldi
Öðru sinni beinir Ritið, tímarit Hugvísindastofnunar, sjónum að kynbundnu ofbeldi og sýnir sá fjöldi greina sem þar birtist hversu þörf og víðtæk sú umræða er. Í heftinu eru birtar átta greinar um efnið, þar af sex ritrýndar en þær óritrýndu eru þýðingar á textum tveggja skálda, þeirra Auðar Övu Ólafsdóttur og Nailu Zahan Ana.
Ritið 3/2018: Kynbundið ofbeldi
Þriðja og síðasta hefti Ritsins árið 2018 er komið út og þemað er að þessu sinni kynbundið ofbeldi.
Ritið 2/2018: Undur og ógnir borgarsamfélagsins
Annað hefti Ritsins 2018 er komið út og er þema þess að þessu sinni undur og ógnir borgarsamfélagsins. Í Ritinu er að finna fjórar ritrýndar greinar sem á ólíkan hátt fjalla um borgir og borgarsamfélög og ritar Hólmfríður Garðarsdóttir inngang að þeim.
Ritið 1/2018: Lög og bókmenntir
Ritið 1/2018 er komið út og er þema þessa heftis lög og bókmenntir en heimar bókmennta og skáldskapar geta skarast margvíslega við lög og rétt.
Ritið:3/2017: Bylting
Rauður litur þessa þriðja og síðasta heftis ársins 2017 gefur tóninn fyrir þema þess, byltingu, en tilefnið er eitthundrað ára afmæli rússnesku byltingarinnar.
Ritið 2/2017: Hinsegin fræði og rannsóknir
Út er komið annað hefti Ritsins árið 2017 en þemað að þessu sinni er hinsegin fræði og rannsóknir innan hugvísinda.
Úr dulardjúpum menningarinnar
Dulspeki er þema fyrsta heftis Ritsins 2017. Ritstjórar eru Auður Aðalsteinsdóttir og Benedikt Hjartarson.
- Page 1 of 2
- 1
- 2