Hlaðvarp Engra stjarna #5 – Drag og menning

Í Kvikmyndafræði, Umfjöllun höf. Björn Þór Vilhjálmsson

Viðfangsefni Engra stjarna í þetta skiptið er drag, jafnt í kvikmyndum, sjónvarpi og í íslensku skemmtanalífi. Sérstakur gestur þáttarins er Sólveig Johnsen, kvikmyndafræðingur, dragsérfræðingur, dragkóngur og listamaður á hinum ýmsustu sviðum.

Farið er vítt og breitt í menningu samtímans: allt frá Some Like It Hot til dragsenunnar í Reykjavík, til gagnrýni á RuPaul’s Drag Race fyrir íhaldsemi og karllægni. Við byrjum umræðuna á BA-ritgerð Sólveigar sem hún skrifaði í kvikmydafræði við Háskóla Íslands árið 2016 og endum á því að ræða nýjasta verkefni hennar, þáttaröð sem hún hefur skapað í hópi góðs fólks sem kallar sig The Lost Shoe Collective. Þess á milli er vöngum velt yfir stóru spurningunum: Hvernig hafa dragdrottningar birst í kvikmyndum í gegnum tíðina? Er öllum óhætt að mæta á dragsýningar, óháð kynhneigð þeirra, kyni og uppruna? Er A.J. and the Queen vondur sjónvarpsþáttur? Þetta og svo miklu meira í hlaðvarpi Engra stjarna um drag og menningu.

Um höfundinn
Björn Þór Vilhjálmsson

Björn Þór Vilhjálmsson

Björn Þór Vilhjálmsson er dósent í almennri bókmenntafræði og kvikmyndafræði. Sérsvið hans eru skörun og samræða kvikmynda og bókmennta, tækni og menning, nýmiðlar af ýmsum toga, og íslensk kvikmyndasaga. Sjá nánar

[fblike]

Deila