Engar stjörnur mæla með á Stockfish 2019

Í Kvikmyndir, Rýni höf. Björn Þór Vilhjálmsson

Engar stjörnur, gagnrýnendasveit kvikmyndafræði Háskóla Íslands, hefur tekið saman lista yfir þær fimm kvikmyndir á Stockfish sem hópurinn er spenntastur fyrir, og grunar að áhugasamir kvikmyndaunnendur ættu að leggja sérstaka áherslu á að sjá (en kvikmyndahátíðin stendur yfir frá 1. til 10. mars). Listinn er þannig samsettur að þær myndir sem flest atkvæði hlutu frá meðlimum sveitarinnar raðast efst en allar hljóta þær vonarstimpil Engra stjarna.

5. El Angel – Luis Ortega (Argentína, 2018)

Byggt á sönnum atburðum, El Angel veitir innsýn inn í árið sem raðmorðinginn Carlitos, ungur og myndarlegur maður, framdi ótal glæpi og hrottaleg morð. Myndin gerist í Buenos Aires á sjöunda áratugnum og hefur vakið sérstaka athygli fyrir vel heppnaða leikmynd og tónlist sem veitir myndinni hressandi stemningu þrátt fyrir hryllingslegt innihald.

Myndin var tilnefnd til ýmsa verðlauna og hefur verið sýnd á mörgun virtum hátíðum, þ.m.t. Cannes.

  1. mars 20
  2. mars 17.30
  3. mars 22.15

4. Zama – Lucrecia Martel (Argentína, 2017)

Zama, spænskur liðsforingi á nýlendutímum í Suður-Ameríku, bíður eftir að vera fluttur á nýjar, virðulegri slóðir. Sífelldar niðurlægingar og pólitískir leikir grafa undan geðheilsu hans og leiða hann til ofsóknaræðis og lostafullrar hneigðar.

Myndin er nú með yfir 80 sigra og tilnefningar á kvikmyndahátíðum út um allan heim. Hún sigraði m.a. Silfur Kondórinn á Argentinean Film Critics Association Awards.

  1. Mars 22.20
  2. Mars 20.00

3. Capernaum – Nadine Labaki (Lebanon, 2018)

Tólf ára drengur kærir foreldra sína fyrir vanrækslu á meðan hann tekur út 5 ára fangelsisdóm fyrir ofbeldisfullan glæp. Capernaum hefur hlotið einróma gagnrýni og ferðast um heiminn á allar stærstu kvikmyndahátíðir veraldar. Margir leikarar myndarinnar eru sjálfir flóttamenn eða innflytjendur, þar með talinn hinn fjórtján ára gamli Zain Al Rafeea sem fer með aðalhlutverkið og hefur verið á flótta frá heimalandi sínu, Sýrlandi, síðan árið 2012. Stórmerkilegt verk frá Lebanon sem hefur verið tilnefnd til Óskars-, BAFTA and Golden Globe verðlauna árið 2019. Í fyrsta sinn í sýningar á íslandi.

Sýningartímar ekki enn tilgreindir

2. Burning – Lee Chang-dong (S-Kórea, 2018)


Burning er fyrsta mynd suðurkóreska leikstjórans Lee Chang-dong síðan Poetry kom út árið 2010. Myndin er lauslega byggð á smásögu Murakami Haruki, “Barn Burning”. Sagan hefur þó verið færð úr japönsku samhengi og yfir í suðurkóreskt og yfir í ljóðrænan rökkur stíl Chang-dong. Burning hefur verið sýnd á mörgum virtum hátíðum um allan heim og keppti meðal annars í aðalflokki á Cannes. Hún var valin ein af bestu myndum ársins 2018 að mati kvikmyndablaðsins Sight & Sound.

Sendillinn Jongsu er á vakt þegar hann rekst á Haemi, kunningja sinn úr æsku. Hún biður hann um að huga að kettinum sínum á meðan hún fer í ferðalag til Afríku. Þegar hún snýr aftur kynnir hún Jongsu fyrir dularfullum ungum manni, Ben, sem hún kynntist á ferðalaginu. Einn dag segir Ben Jongsu frá óvenjulega áhugamáli sínu.

  1. mars 21.40
  2. mars 19.30
  3. mars 22.00

1 The House That Jack Built – Lars von Trier (Danmörk, 2017)

Lars von Trier verður umdeildari með aldrinum og á annað hundrað manns ku hafa gengið út af frumsýningu myndarinnar í Cannes sl. vor – sem hlýtur að vera met fyrir hátíðina. Þá hefur gagnrýnendum í kjölfarið verið uppsigað við myndina og því óhætt að segja hana þá umdeildustu sem annars iðulega umdeildur leikstjóri hefur sent frá sér á ferlinum. Er Trier að senda áhorfendum puttann í hinsta sinn?

Við fylgjumst með raðmorðingjanum Jack sem lítur á hvert morð sem sérstætt listaverk, nokkuð sem veldur nokkurri félagslegri einangrun. Eftir því sem hringur morðrannsókna þrengir að honum fer Jack að ögra sjálfum sér og ganga enn lengra.

Aðeins ein sýning í bíó á Íslandi og hún er 1. mars. kl. 22.

Um höfundinn
Björn Þór Vilhjálmsson

Björn Þór Vilhjálmsson

Björn Þór Vilhjálmsson er dósent í almennri bókmenntafræði og kvikmyndafræði. Sérsvið hans eru skörun og samræða kvikmynda og bókmennta, tækni og menning, nýmiðlar af ýmsum toga, og íslensk kvikmyndasaga. Sjá nánar

[fblike]

Deila