Jón á Bægisá upp risinn

Í Fréttir, Ný rit höf. Hugrás

Jón á Bægisá, tímarit um þýðingar, hefur legið í dvala um tíma, en er nú upp risinn og kynnir kröftugt nýtt hefti með fjölbreyttu efni.

pippi

Lína langsokkur kemur við sögu í nýjasta hefti Jóns á Bægisá.

Meðal efnis eru þýðingar á ljóðum og smásögum eftir höfunda frá Grikklandi, Hvíta Rússlandi, Kína, Ástralíu, Rússlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og Englandi auk íslenskra ljóða í enskum þýðingum. Greinar fjalla um stöðu þýðinga í bókmenntasögu, biblíuþýðingar, fyrstu þýðinguna á Pippi Långstrump á heimsvísu, en hún var á íslensku; einnig er í heftinu þýddur kafli um harmleiki Shakespeares úr frægri bók.

Jón á Bægisá er eina tímaritið á Íslandi sem sérhæfir sig í þýðingum og umfjöllun um þær.
Jón á Bægisá er eina tímaritið á Íslandi sem sérhæfir sig í þýðingum og umfjöllun um þær og er því sannarlega einn af gluggum okkar til heimsins og bókmennta hans. Um leið er staða íslenskra bókmennta skoðuð í ljósi því sem berst inn um gluggana og nærir vora þjóðarsál.

Nú hefur Þýðingasetur Háskóla Íslands tekið að sér útgáfuna, í samvinnu við Ormstungu sem áður gaf tímaritið út. Jón á Bægisá kemur út einu sinni á ári og kostar 3.000 krónur. Til að gerast áskrifandi er hægt að hafa samband í síma 561 0055 eða books@ormstunga.is

Deila


„Vér hverfum frá oss sjálfum“

16. október, 2017Franska leikritaskáldið Florian Zeller hefur fengið fjölmörg verðlaun fyrir verkið Föðurinn, meðal annars Moliere verðlaun árið 2014. Verðskuldað er það. Þetta er ákaflega vel skrifað og sterkt leikrit en það er þannig gert að það leiðir áhorfandann stig af stigi inn i hugarheim föðurins, André, (Eggert Þorleifsson). Sá hugarheimur er framandlegur og kemur okkur á óvart, það tekur smátíma fyrir áhorfandann að ná áttum. Ég ætla því að vara ykkur við og segja: ef þið ætlið að sjá þessa sýningu Þjóðleikhússins ættuð þið ekki að lesa lengra núna – lesið þegar þið eruð búin að sjá sýninguna! Má ég spyrja: ...

Leikstjóraspjall við Baltasar Kormák

13. október, 2017Björn Þór Vilhjálmsson, lektor í kvikmyndafræði, fjallar um Leikstjóraspjall Baltasar Kormáks, en hann svaraði spurningum um eigin feril og kvikmyndir, íslenska kvikmyndamenningu og framtíð íslenskrar kvikmyndagerðar.

Leitin að íslensku klaustrunum

12. október, 2017Út er komin á vegum Sögufélags og Þjóðminjasafns Íslands bókin Leitin að klaustrunum – klausturhald á Íslandi í fimm aldir eftir Steinunni Kristjánsdóttur, prófessor í fornleifafræði. Steinunn bregður hér ljósi á sögu kaþólsks klausturhalds í landinu á persónulegan hátt þar sem skipulögð leit að íslensku klaustrunum er í forgrunni. Klaustrin voru öflugustu stofnanir kaþólsku kirkjunnar á Íslandi á miðöldum, næst á eftir biskupsstólunum. Saga þeirra, sem spannar nær 500 ár, einkennist af auðsöfnun og aga í bland við bóklega menntun, handverk, stjórnsýslu, hjúkrun, lækningar og útbreiðslu trúar á Guð alvaldan og helga menn og konur. Hún er líka saga síendurtekinna ...