Jón á Bægisá upp risinn

Í Fréttir, Ný rit höf. Hugrás

Jón á Bægisá, tímarit um þýðingar, hefur legið í dvala um tíma, en er nú upp risinn og kynnir kröftugt nýtt hefti með fjölbreyttu efni.

pippi

Lína langsokkur kemur við sögu í nýjasta hefti Jóns á Bægisá.

Meðal efnis eru þýðingar á ljóðum og smásögum eftir höfunda frá Grikklandi, Hvíta Rússlandi, Kína, Ástralíu, Rússlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og Englandi auk íslenskra ljóða í enskum þýðingum. Greinar fjalla um stöðu þýðinga í bókmenntasögu, biblíuþýðingar, fyrstu þýðinguna á Pippi Långstrump á heimsvísu, en hún var á íslensku; einnig er í heftinu þýddur kafli um harmleiki Shakespeares úr frægri bók.

Jón á Bægisá er eina tímaritið á Íslandi sem sérhæfir sig í þýðingum og umfjöllun um þær.
Jón á Bægisá er eina tímaritið á Íslandi sem sérhæfir sig í þýðingum og umfjöllun um þær og er því sannarlega einn af gluggum okkar til heimsins og bókmennta hans. Um leið er staða íslenskra bókmennta skoðuð í ljósi því sem berst inn um gluggana og nærir vora þjóðarsál.

Nú hefur Þýðingasetur Háskóla Íslands tekið að sér útgáfuna, í samvinnu við Ormstungu sem áður gaf tímaritið út. Jón á Bægisá kemur út einu sinni á ári og kostar 3.000 krónur. Til að gerast áskrifandi er hægt að hafa samband í síma 561 0055 eða books@ormstunga.is

[fblike]

Deila