Heimsslit í nútímaljóðlist

Í Fréttir, Viðburðir höf. Hugrás

„Ljóðskáld á Norðurlöndum eru í auknum mæli að takast á við að fjalla um þann alvarlega umhverfisvanda sem við okkur blasir“, segir Adam Paulsen, lektor við Stofnun í menningarfræðum við Syddansk Universitet í Danmörku, en hann heldur fyrirlestur um heimsslit í danskri nútímaljóðlist í Stapa fimmtudaginn 27. október.

Adam Paulsen

Adam Paulsen

Paulsen mun fyrst og fremst styðjast við ljóð eftir Theis Ørntoft og Lars Skinnebach og setja þessa þróun í stærra samhengi evrópskrar hefðar náttúrulýsinga og ljóðrænnar meðvitundar um ástand jarðar. „Það er mjög löng hefð fyrir skrifum um náttúruna í til dæmis þýskum og enskum bókmenntum og þau skelfilegu vandamál sem við stöndum frammi fyrir núna voru fyrirséð í skrifum margra skálda – en við gleymum fljótt og virðumst alltaf þurfa að byrja umræðuna frá grunni. Ég hef rannsakað evrópskar heimsslitabókmenntir um nokkurt skeið en ekki fyrr einbeitt mér að hinu norræna sviði. Mér sýnist umhverfisverndarsjónarmiðið koma nokkuð seint inn í danskar bókmenntir almennt. Ef til vill tengist það því að umhverfisverndarsjónarmið virðast almennt ekki hafa átt jafn mikið upp á pallborðið og í ýmsum nágrannalöndum, í það minnsta er hefðin fyrir umræðu um samband manns og náttúru ekki jafn sterk.
Mér finnst sérlega áhugavert að kanna hvernig ljóðskáldin takast á við þá áskorun að yrkja um svo pólitískt efni.
Undanfarið höfum við vissulega fengið slíka umræðu og stundum umhverfisverndarboðskap í skáldsagnaformi – svokallað „cli-fi“ hefur til dæmis ratað til okkar sem þýddar og frumsamdar bókmenntir – en mér finnst sérlega áhugavert að kanna hvernig ljóðskáldin takast á við þá áskorun að yrkja um svo pólitískt efni. Skinnebach fer mjög greinilega í átt sem við þekkjum frá avant garde hreyfingunni og brýtur niður mörk listar og pólitíkur. Ørntoft er hefðbundnari lýríker en tekst þematískt á við samband sjálfs og umhverfis. Ljóð sem fjalla um umhverfisvandann vekja að sjálfsögðu upp spurningar um fagurfræðilegar afleiðingar þess að endurnýja á þennan hátt pólitískt hlutverk bókmennta og það mun ég einnig koma inn á í fyrirlestrinum á morgun.“

Fyrirlesturinn fer fram í stofu 216 í Stapa klukkan 13:20 og er öllum opinn.

hugras_baekur


Mynd ofan við grein: Hluti af kápu bókarinnar Digte 2014 eftir Theis Ørntoft.

Deila


„Vér hverfum frá oss sjálfum“

16. október, 2017Franska leikritaskáldið Florian Zeller hefur fengið fjölmörg verðlaun fyrir verkið Föðurinn, meðal annars Moliere verðlaun árið 2014. Verðskuldað er það. Þetta er ákaflega vel skrifað og sterkt leikrit en það er þannig gert að það leiðir áhorfandann stig af stigi inn i hugarheim föðurins, André, (Eggert Þorleifsson). Sá hugarheimur er framandlegur og kemur okkur á óvart, það tekur smátíma fyrir áhorfandann að ná áttum. Ég ætla því að vara ykkur við og segja: ef þið ætlið að sjá þessa sýningu Þjóðleikhússins ættuð þið ekki að lesa lengra núna – lesið þegar þið eruð búin að sjá sýninguna! Má ég spyrja: ...

Leikstjóraspjall við Baltasar Kormák

13. október, 2017Björn Þór Vilhjálmsson, lektor í kvikmyndafræði, fjallar um Leikstjóraspjall Baltasar Kormáks, en hann svaraði spurningum um eigin feril og kvikmyndir, íslenska kvikmyndamenningu og framtíð íslenskrar kvikmyndagerðar.

Leitin að íslensku klaustrunum

12. október, 2017Út er komin á vegum Sögufélags og Þjóðminjasafns Íslands bókin Leitin að klaustrunum – klausturhald á Íslandi í fimm aldir eftir Steinunni Kristjánsdóttur, prófessor í fornleifafræði. Steinunn bregður hér ljósi á sögu kaþólsks klausturhalds í landinu á persónulegan hátt þar sem skipulögð leit að íslensku klaustrunum er í forgrunni. Klaustrin voru öflugustu stofnanir kaþólsku kirkjunnar á Íslandi á miðöldum, næst á eftir biskupsstólunum. Saga þeirra, sem spannar nær 500 ár, einkennist af auðsöfnun og aga í bland við bóklega menntun, handverk, stjórnsýslu, hjúkrun, lækningar og útbreiðslu trúar á Guð alvaldan og helga menn og konur. Hún er líka saga síendurtekinna ...