Spennandi dagskrá á Háskóladeginum

Í Fréttir, Viðburðir höf. Jónas Guðmundsson

Fjölbreytt og áhugaverð dagskrá verður á Háskóladeginum sem haldinn verður á morgun, laugardaginn 5. mars. Stundvíslega klukkan 12:00 á hádegi opnar Háskóli Íslands dyr sínar fyrir almenningi og kynnir starf sitt fram til fjögur sama dag.

Í boði verða ótal viðburðir, lifandi skemmtun og kynningar á því starfi sem fram fer í skólanum. Allir ættu eitthvað að finna við sitt hæfi en á dagskrá má finna japanskt dansatriði, stapp- og rytmaklapp, Vísindabíó og kínverskan dreka svo eitthvað sé nefnt.

haskoladagurinn_dagskra_2016

Munu öll fræðasvið skólans kynna starfsemi sína og því upplagt að mæta til að sjá hvað í boði er í þeim fjölmörgu námsleiðum sem finna má hjá sviðunum.

Ókeypis strætóferðir verða yfir í Háskólann í Reykjavík þar sem starfsemi hans og Háskólans á Bifröst verða kynnt og einnig í Listaháskólann sem mun kynna sig þar.
Á Háskólatorgi munu Háskólinn á Hólum, Háskólinn á Akureyri, Landbúnaðarháskóli Íslands, Listaháskóli Ísland auk Endurmenntunar Háskóla Íslands kynna starfsemi sína. Þá munu ýmis félag og stofnanir innan skólans kynna starfsemi sína á annarri hæð torgsins.

Ókeypis strætóferðir verða yfir í Háskólann í Reykjavík þar sem starfsemi hans og Háskólans á Bifröst verða kynnt og einnig í Listaháskólann sem mun kynna sig þar.

Nánari upplýsingar á vef Háskóla dagsins og Facebook síða háskóladagsins.

Um höfundinn
Jónas Guðmundsson

Jónas Guðmundsson

Jónas Guðmundsson er meistaranemi í Hagnýtri ritstjórn og útgáfu og sinnir sem slíkur skrifum hjá Hugrás á þessu misseri. Hann hefur skrifað í fjölda tímarita og allnokkra vefmiðla í gegnum tíðina.

Deila


Yfirþyrmandi náttúrukraftur smásagna Rómönsku-Ameríku

17. október, 2017Út er komið annað bindi ritraðarinnar Smásögur heimsins sem hefur að geyma smásögur eftir ýmsa fremstu smásagnahöfunda Rómönsku-Ameríku, þar á meðal Jorge Luis Borges og Gabriel García Márquez. Smásagnaritun hefur verið mikilvæg í löndum álfunnar alla 20. öldina og fram á okkar daga og frá henni koma leiðandi höfundar í smásagnaskrifum. Í bókinni eru 22 smásögur frá sextán löndum og er elsta sagan frá 1917 en sú yngsta frá 2006. Aðalritstjóri þessa bindis, Kristín Guðrún Jónsdóttir, segir langflestar sögurnar vera þýddar úr spænsku, en einnig séu sögur þýddar úr portúgölsku, frönsku og ensku. Sögurnar eru allar þýddar úr frummálinu og ...

„Vér hverfum frá oss sjálfum“

16. október, 2017Franska leikritaskáldið Florian Zeller hefur fengið fjölmörg verðlaun fyrir verkið Föðurinn, meðal annars Moliere verðlaun árið 2014. Verðskuldað er það. Þetta er ákaflega vel skrifað og sterkt leikrit en það er þannig gert að það leiðir áhorfandann stig af stigi inn i hugarheim föðurins, André, (Eggert Þorleifsson). Sá hugarheimur er framandlegur og kemur okkur á óvart, það tekur smátíma fyrir áhorfandann að ná áttum. Ég ætla því að vara ykkur við og segja: ef þið ætlið að sjá þessa sýningu Þjóðleikhússins ættuð þið ekki að lesa lengra núna – lesið þegar þið eruð búin að sjá sýninguna! Má ég spyrja: ...

Leikstjóraspjall við Baltasar Kormák

13. október, 2017Björn Þór Vilhjálmsson, lektor í kvikmyndafræði, fjallar um Leikstjóraspjall Baltasar Kormáks, en hann svaraði spurningum um eigin feril og kvikmyndir, íslenska kvikmyndamenningu og framtíð íslenskrar kvikmyndagerðar.