Loftslagsmál í brennidepli á 20 ára afmæli Hugvísindaþings

Í Fréttir, Viðburðir höf. Hugrás

Spurningar um umhverfis- og loftslagsmál eru áberandi á Hugvísindaþingi Háskóla Íslands í ár, sem hefst föstudaginn 11. mars og stendur yfir í tvo daga. Hugvísindaþing var fyrst haldið árið 1996 og fagnar því 20 ára afmæli. Fyrirlestrar og málstofur eru öllum opin og viðfangsefnin afar fjölbreytt.
Steven Hartman

Steven Hartman

Steven Hartman, prófessor við Háskólann í Mið-Svíþjóð, mun opna þingið að þessu sinni með fyrirlestri um nýja framtíðarsýn umhverfishugvísinda. Hartman hefur verið lykilmaður í skipulagningu rannsókna hugvísindafólks á Norðurlöndum á hnattrænum breytingum. Hann stjórnar miðstöð um umhverfishugvísindi, leiðir norrænt net í þverfaglegum umhverfisvísindum og er meðstjórnandi samstarfsnets um norðurskautssvæðið. Undanfarið hefur Steven fengist við kortlagningu umhverfismeðvitundar og umhverfisminnis í bókmenntum, unnið að því að auka vægi hugvísinda í rannsóknum á hnattrænum breytingum og að hvetja fólk, í gegnum samstarf vísinda- og listamanna, til að bregðast við loftslagsbreytingum. Fyrirlestur hans fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands föstudaginn 11. mars klukkan 12:30.

Hér má sjá viðtal við fyrirlesara í málstofunni Víðáttur og villidýr sem fjallar um náttúru Íslands og umhverfismál frá mörgum ólíkum hugvísindalegum sjónarhornum og þar sem sjónum er beint að stöðu og þróun umhverfishugvísinda á Íslandi.

Alls verður boðið upp á 150 fyrirlestra í tæplega 40 málstofum. Auk umhverfishugvísinda má nefna málstofur um framtíð íslenskunnar, sögu kvenna og hinsegin sögu, Íslendinga í Kaupmannahöfn og Vesturheimi, valdarán, vísindabyltingar, fötlun, fátækt, tungumálanám og –kennslu, áhrif nýrrar tækni og tóla í málvísindum, fornleifafræði og menningarmiðlun, samþættingu hugvísinda og læknisfræði og dægurmenningu, bókmenntir og listir frá ótal sjónarhornum, að ógleymdum sjálfum dauðanum.

Dagskrá þingsins og útdrættir úr fyrirlestrum er birt á heimasíðu Hugvísindastofnunar og kynning á málstofum hefur einnig farið fram á Facebooksíðu stofnunarinnar og Twitter.

2016_hugvisindathing_Dagskraryfirlit_tilb2

Hér má sjá stuttar kynningar á nokkrum málstofum þingsins:

Deila


Yfirþyrmandi náttúrukraftur smásagna Rómönsku-Ameríku

17. október, 2017Út er komið annað bindi ritraðarinnar Smásögur heimsins sem hefur að geyma smásögur eftir ýmsa fremstu smásagnahöfunda Rómönsku-Ameríku, þar á meðal Jorge Luis Borges og Gabriel García Márquez. Smásagnaritun hefur verið mikilvæg í löndum álfunnar alla 20. öldina og fram á okkar daga og frá henni koma leiðandi höfundar í smásagnaskrifum. Í bókinni eru 22 smásögur frá sextán löndum og er elsta sagan frá 1917 en sú yngsta frá 2006. Aðalritstjóri þessa bindis, Kristín Guðrún Jónsdóttir, segir langflestar sögurnar vera þýddar úr spænsku, en einnig séu sögur þýddar úr portúgölsku, frönsku og ensku. Sögurnar eru allar þýddar úr frummálinu og ...

„Vér hverfum frá oss sjálfum“

16. október, 2017Franska leikritaskáldið Florian Zeller hefur fengið fjölmörg verðlaun fyrir verkið Föðurinn, meðal annars Moliere verðlaun árið 2014. Verðskuldað er það. Þetta er ákaflega vel skrifað og sterkt leikrit en það er þannig gert að það leiðir áhorfandann stig af stigi inn i hugarheim föðurins, André, (Eggert Þorleifsson). Sá hugarheimur er framandlegur og kemur okkur á óvart, það tekur smátíma fyrir áhorfandann að ná áttum. Ég ætla því að vara ykkur við og segja: ef þið ætlið að sjá þessa sýningu Þjóðleikhússins ættuð þið ekki að lesa lengra núna – lesið þegar þið eruð búin að sjá sýninguna! Má ég spyrja: ...

Leikstjóraspjall við Baltasar Kormák

13. október, 2017Björn Þór Vilhjálmsson, lektor í kvikmyndafræði, fjallar um Leikstjóraspjall Baltasar Kormáks, en hann svaraði spurningum um eigin feril og kvikmyndir, íslenska kvikmyndamenningu og framtíð íslenskrar kvikmyndagerðar.