Gleðileg jól

Í Færsla dagsins, Frá ritstjórn höf. Hugrás

Hugrás óskar lesendum sínum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs og þakkar fyrir innlitin á árinu 2015. Á þessu ári var ráðist í viðamiklar breytingar á útliti vefsíðunnar, auk þess sem meiri vinna var lögð í að auka flæði efnis inn á síðuna og koma því á framfæri á myndrænan og aðgengilegan hátt. Eins og lesendur hafa væntanlega tekið eftir hefur megináhersla verið lögð á bókagagnrýni í aðdraganda jólanna, og þá ekki aðeins um skáldskap heldur einnig fræðibækur sem fá stundum litla athygli í öðrum miðlum. Viljum við með því leggja okkar af mörkum til að efla bókaumfjöllun sem virðist eiga undir högg að sækja undanfarið.

Viðbrögðin við endurnýjuðum vef hafa verið framar vonum. Við viljum sérstaklega þakka starfsfólki og framhaldsnemendum við Hugvísindasvið Háskóla Íslands fyrir að taka virkan þátt í því metnaðarfulla verkefni að viðhalda stöðugu streymi af áhugaverðu efni inn á vefinn. Það er okkar trú að það sé í þágu okkar allra að hugvísindafólk við háskólann hafi slíkan vettvang til að taka þátt í almennri menningar- og samfélagsumræðu. Við vonumst til að geta gert enn betur á næsta ári og fest Hugrás í sessi sem mikilvægan menningarmiðil.

Auður Aðalsteinsdóttir ritstjóri
Sóley Stefánsdóttir myndaritstjóri

Deila


„Vér hverfum frá oss sjálfum“

16. október, 2017Franska leikritaskáldið Florian Zeller hefur fengið fjölmörg verðlaun fyrir verkið Föðurinn, meðal annars Moliere verðlaun árið 2014. Verðskuldað er það. Þetta er ákaflega vel skrifað og sterkt leikrit en það er þannig gert að það leiðir áhorfandann stig af stigi inn i hugarheim föðurins, André, (Eggert Þorleifsson). Sá hugarheimur er framandlegur og kemur okkur á óvart, það tekur smátíma fyrir áhorfandann að ná áttum. Ég ætla því að vara ykkur við og segja: ef þið ætlið að sjá þessa sýningu Þjóðleikhússins ættuð þið ekki að lesa lengra núna – lesið þegar þið eruð búin að sjá sýninguna! Má ég spyrja: ...

Leikstjóraspjall við Baltasar Kormák

13. október, 2017Björn Þór Vilhjálmsson, lektor í kvikmyndafræði, fjallar um Leikstjóraspjall Baltasar Kormáks, en hann svaraði spurningum um eigin feril og kvikmyndir, íslenska kvikmyndamenningu og framtíð íslenskrar kvikmyndagerðar.

Leitin að íslensku klaustrunum

12. október, 2017Út er komin á vegum Sögufélags og Þjóðminjasafns Íslands bókin Leitin að klaustrunum – klausturhald á Íslandi í fimm aldir eftir Steinunni Kristjánsdóttur, prófessor í fornleifafræði. Steinunn bregður hér ljósi á sögu kaþólsks klausturhalds í landinu á persónulegan hátt þar sem skipulögð leit að íslensku klaustrunum er í forgrunni. Klaustrin voru öflugustu stofnanir kaþólsku kirkjunnar á Íslandi á miðöldum, næst á eftir biskupsstólunum. Saga þeirra, sem spannar nær 500 ár, einkennist af auðsöfnun og aga í bland við bóklega menntun, handverk, stjórnsýslu, hjúkrun, lækningar og útbreiðslu trúar á Guð alvaldan og helga menn og konur. Hún er líka saga síendurtekinna ...