Ritstýrir bók Rodopi um staðfræði og framúrstefnu

[container] Út er komin hjá Forlaginu Rodopi bókin Decentring the Avant-Garde í ritstjórn Pers Bäckström og Benedikts Hjartarsonar. Ritið kemur út í hinni virtu ritröð Avant-garde Critical Studies og er um að ræða þrítugasta bindið í ritröðinni.

Ritið er innlegg í fræðiumræðu samtímans um staðfræði og tengslanet framúrstefnunnar. Í þeim greinum sem birtast í ritinu er sjónum beint að birtingarmyndum framúrstefnunnar á ólíkum svæðum sem gjarnan eru talin til menningarlegra, landfræðilegra og mállegra jaðarsvæða. Leitast er við að brjóta upp ríkjandi sjónarhorn þar sem litið er á slík jaðarsvæði sem vettvang hlutlausrar og síðbúinnar viðtöku á listrænum hreyfingum og straumum er eigi sér uppsprettu í menningarlegum miðjum á borð við París eða Berlín. Í brennidepli er margbrotin úrvinnsla á fagurfræði framúrstefnunnar í ólíku menningarlegu, hugmyndafræðilegu og sögulegu umhverfi. Brugðið er upp breiðri mynd af starfsemi framúrstefnunnar innan og utan Evrópu og lagður grunn að nýju landræðilegu líkani af alþjóðlegu framúrstefnunni og menningarlegu verkefni hennar.

Sjá nánar á vef Rodopi.

Decentring the Avant-Garde á Amazon.
[/container]


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *