Ný bók um list, kvikmyndun og heimspeki

[container] Út er komin bókin The Beyond Within. “Post-Cinematic” Possibilities of Play and Action eftir Hlyn Helgason, lektor í listfræði við Hugvísindasvið Háskóla Íslands.

Bókin fjallar um list, kvikmyndun og heimspeki, og samspil þeirra við hið félagslega. Hún er um tegund listar sem er kvikmyndaleg, en einnig um kvikmyndun sem er heimspekileg og grundvöllur hugsunar. Hún er tilraun til að ræða um og velta fyrir sér mögulegu svigrúmi fyrir andóf í félagslegu og menningarlegu tilliti, með kvikmyndun og vídeólist til hliðsjónar. Markmiðið er að skapa heimspekilega umgjörð um möguleika þess að hafa áhrif og skapa listræna spennu, að skilgreina möguleika hvatalífs sem hægt er að byggja forsendur mótstöðu á, að túlka leiðir til sjálfstæðra fagurfræðilegra og stjórnmálalegra áhrifa. Ætlunin er að byggja upp verufræðilegan grunn fyrir hugmyndir um listrænt inngrip – með vísan í hugmyndakerfi heimspekinganna François Lyotard, Gilles Deleuze og Alfred North Whitehead – út frá rannsókn á úrvali verka eftir Yoko Ono, Vito Acconci og Chris Marker.

Hér er hægt að nálgast upplýsingar um bókina á Amazon.co.uk.
[/container]


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *