Umsóknarfrestur um framhaldsnám í hugvísindum

Í hugvísindum rétt eins og á öðrum fræðasviðum færist jafnt og þétt í vöxt að háskólanemar stefni að meistaragráðu. Nemendur eru þá ýmist að búa sig undir starfsferil að loknu meistaraprófi eða stíga skref í áttina að enn frekara námi og vísindastörfum.

Framhaldsnám í hugvísindum við Háskóla Íslands á sér langa sögu, einkum ef litið er til náms í sagnfræðiíslenskum bókmenntum og málfræði og til embættisnáms í guðfræði. Lengi hefur verið boðið upp á meistaranám í ensku og síðan hafa bæst við meistarabrautir í öðrum erlendum málum: dönskufrönskuspænsku og þýsku. Margir þeirra sem stundað hafa nám í þessum greinum hafa lagt fyrir sig kennslu og í seinni tíð hefur menntun framhaldsskólakennara orðið markvissari þáttur meistaranáms í íslensku og erlendum tungumálum, í samstarfi við Menntavísindasvið.

MA-námsleiðum hefur fjölgað jafnt og þétt. Um árabil hefur boðist meistaranám íalmennri bókmenntafræðialmennum málvísindumheimspeki, fornleifafræðiog þýðingafræði. Á allra síðustu árum hafa opnast æ fleiri leiðir, jafnt í fræðilegu tilliti sem út frá starfstengdum möguleikum. Nú er hægt að ljúka meistaraprófi í hagnýtri menningarmiðlunhagnýtri ritstjórn og útgáfumáltæknimenningarfræði,hagnýtri siðfræði og Norðurlandafræðum.

Haustið 2011 bættist við MA-nám í nytjaþýðingum og einnig í ráðstefnutúlkun. Í Deild erlendra tungumála hófst MA-nám sem nefnist bókmenntir, menning og miðlun en innan íslenskunnar MA-nám í ritlist. Einnig var hleypt af stokkunum nýju meistaranámi ímiðaldafræði sem allar deildir sviðsins standa að. Fyrir var meistaranám í íslenskri miðaldafræði sem kennt er á ensku.

Á komandi haustmisseri opnast enn þrjár nýjar leiðir til meistaragráðu á Hugvísindasviði. Námsleiðin evrópsk tungumál, saga og menning, í samstarfi Deildar erlendra tungumála og námsbrautar í sagnfræði, svarar kalli eftir Evrópufræðum með áherslu á tungumál, sögu og menningarlega fjölbreytni. Á undanförnum árum hefur listfræði blómstrað á BA-stigi og nú hefst nám til MA-gráðu í greininni. Þá verður frá næstkomandi hausti boðið upp á meistaranám í trúarbragðafræði fyrir nemendur úr mismunandi grunnnámi í hug- og félagsvísindum.

Búin hafa verið til kynningarmyndbönd um sjö námsleiðir í framhaldsnámi við Hugvísindasvið:


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *